Studia Islandica - 01.06.1970, Side 73

Studia Islandica - 01.06.1970, Side 73
71 og heiðarlegur, en eiginkonan heimsk og lygin. Svipar sög- nnni að því leyti til næsta stórverks Kambans, sem nú skal fjallað um. Vér morðingjar Leikritið Vér morðingjar er í þremur þáttum og kom út á dönsku, Vi Mordere, árið 1920. íslenzka gerð þess mun í þann veginn að koma út og er til í eiginhandarriti höfundar. Með henni er eftirspil, sem höfundur hefur greinilega síðar fallið frá, því að það er ekki í dönsku úrgáfunni og hefur aldrei verið sett á svið, að því er bezt verður vitað.1 Leikritið gerist í New York og fjallar um hörmulega sam- húð hjóna, árekstra þeirra og afstöðu hvors til annars. Emest Mclntyre og Norma, kona hans, eru algerar andstæður. Hann er fátækur og nægjusamur uppfinningamaður, en hún er spillt, munaðarsjúk og hégómagjöm og þar að auki óhrein- skilin úr hófi. En þótt þau eigi illa saman, elska þau hvort annað. Ernest fær grun um, að Norma sé honum ótrú, og gmnur hans styrkist við lygi hennar og undanbrögð. Hann selur uppfinningu fvrir háa fjárupphæð, gefur Normu peningana, yfirgefur hana og krefst skilnaðar. Hún leitar hann uppi og beitir öllum brögðum til að fá hann til þess að koma til hennar aftur. Honmn tekst að fá hana til að játa ótryggð sína. Skömmu síðar tekur hún þó játninguna aftur, segist aðeins hafa verið að reyna ást hans. Við þetta verður Ernest viti sínu fjær, þrífur bréfapressu af skrifborði sínu og slær Normu slíkt högg í höfuðið, að hún bíður sam- stundis bana. 1 Að sögn Kristjáns Albertssonar 1968, 20, samdi Kamban leikritið fyrst á íslenzku og hafði lokið þeirri gerð rétt eftir áramótin 1920. En í viðtali við Masken, 9.-15. Sept. 1921, segir Kamban, að leikritið Vér morðingjar hafi verið afhent Dagmarleikhúsinu til sýningar í desember 1919 - og þá væntanlega á dönsku. - Islenzka handritið er ársett 1919 og er í vörzlu Gísla Jónssonar. Eftirspilið er stutt, 15 blaðsiður. Fjórir fjár- hættuspilarar sitja að spilum og ræða um aftöku Ernests Mclntyres og glæp hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.