Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 75

Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 75
73 sé „tvímælalaust hin dýpsta afbrýðislýsing sem til er í bók- mentum heimsins, að Öthelló ekki undanskildmn.“ Eins og Vér morSingjar fjallar Kreutzersónatan um kvelj- andi sambúð hjóna, sem lýkur með því, að eiginmaðurinn myrðir konu sína. Af sálfræðilegu innsæi lýsir sagan þján- ingum hans og sundurgreinir ögn fyrir ögn það hugarástand, sem leiddi hann til morðsins. Samt sem áður er hæpið að halda þvi fram, að þessi tvö verk f jalli um hið sama, svo ólik eru þau að allri gerð og stefnu. En ýmsum efnisatriðum svip- ar saman og benda til greinilegra tengsla. í Kreutzersónötunni skilgreinir Pósdnyschev þjáningu sína á þessa leið: Ég þjáðist hræðilega. Og þjáning mín stafaði fyrst og fremst af óvissunni, sem ég var í um konuna mína, af tvídrægninni hið innra með mér og efanum um það, hvort ég ætti að elska eða hata (115). 1 Oss morðingjum er það einmitt slikur þjakandi efi — um sekt eða sakleysi Normu - sem úrslitum ræður um bana- höggið. Ernest þrífur bréfapressu af skrifborði sínu og lceyrir hana í höfuð konu sinni. Pósdnyschev þrífur líka hréfapressu af skrifborði sínu, en að vísu ekki með jafnörlagaríkum af- leiðingum: Mig langaði til að berja hana, já, jafnvel að drepa hana, en fann þó að of langt var gengið. Til þess þó að gefa reiði minni útrás, greip ég bréfapressu af borð- inu, og um leið og ég æpti enn einu sinni „út með þig!“ þeytti ég bréfapressunni í gólfið rétt fyrir framan fæt- urna á henni... (100). Tengsl næsta efnisatriðis eru augljós: Ég er alltaf að segja yður frá því, hvernig ég drap kon- una mína. Ég var spurður um það í réttinum, hvernig ég hefði drepið hana og meS hverju. Þöngulhausarnir þar héldu, að það hefði allt gerzt þann fimmta október, að ég drap hana. En það var ekki eingöngu þá, heldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.