Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 78
76
1 eftirleiknum, sem góðu heilli hefur aldrei verið leikinn
eða prentaður, hefur höfundur þó ekki lengur getað stillt sig
um að ljóstra upp leyndarmálinu:
Með frábærri kænsku, sem allur dómssalurinn dáðist
að, tókst fanganum að neyða út úr Mr. Rattigan þá
játningu, að hann hefði verið elskhugi konunnar (8).
Stíll leikritsins er hraður og tiltölulega laus við tilgerð og
vífilengjur. Málfarið er ekki gott, svipað og á Marmara,
hvorki verra né betra:
Settu þig niður (9, 39); hún vildi ekki koma hér til
kvölds (10); Ég vildi ekki . . . hafa mist þeirrar ferðar
(21); Ég hefi aldrei lifað glaðari afmælisdag (36); Þú
þolir ekki að Normu þyki eins vænt um mig og henni
gerir (58); Ég hefi séð út úr þér, vertu viss, ég hefi séð
út úr þér! (62); Ef það er nokkur afsökun, að þessi
maður þíddi upp ástriðulindir, sem voru orðnar frosn-
ar í hjúskaparlegum venjum ... (114).
Nafn leikritsins stendur í beinu sambandi við mið þess.
En það er margrætt, hefur verið tilefni mikilla heilabrota og
því oft misskilið.1 Nafnið er niðurstaða verksins, og liggur
beinast við að leggja í það bæði óeiginlega og eiginlega
merkingu.
f leikritinu, eins og svo oft í lífinu sjálfu, kvelja hjón hvort
annað án afláts í sambúð sinni - getur slíkt ekki kallazt and-
legt morð? Móðirin, systirin, elskhuginn — þjóðfélagið — eiga
sinn mikla þátt í þessu morði. Slík morð eru dagleg, en þjóð-
félagið lætur þau átölulaus. En svo öfugsnúið er siðgæði
þess, að það telur nauðsynlegt að refsa fyrir líkamleg morð,
sem oft eru ekki annað en tilviljunarkennd hlutgerving
hinna, sem það sjálft stuðlaði að með spillingu og ábyrgð-
arleysi.
Menn myrða konur sínar á ýmsa vegu, sbr. þetta erindi
1 Sjá t. a. m. leikdóm Svens Langes i Politiken 3. 3. 1920 og svar
Kambans í sama blaði 14. 3. 1920. Einnig Vísi 8. 11. 1920.