Studia Islandica - 01.06.1970, Qupperneq 81
79
arabísku tjalda til að bæta Guðmundi Kamban þau von-
brigði.1
Að sögn Kristjáns Albertssonar urðu þær fálegu viðtökur,
sem leikrit Kambans fengu eftir ótvíræðan sigur Vor morð-
ingja, þess valdandi, að hann tók nú einnig að snúa sér að
skáldsagnagerð.2
Ragnar Finnsson
Fyrsta skáldsaga Kambans er Ragnar Finnsson. Hún kom
út á íslenzku og dönsku í Reykjavík og Kaupmannahöfn árið
1922. Er Ragnar Finnsson liður í þjóðfélagsádeilum hans og
sýnir þann þróunarferil í lífi Islendings, sem óhjákvæmilega
liggur til glötunar í miskunnarleysi bandarísks þjóðfélags.
Upphaf sögunnar lýsir bemsku Ragnars Finnssonar hjá
foreldrum og systkinum í afskekktri sveit á Islandi. Hann er
efnilegur og því settur til mennta. Hann lýkur stúdentsprófi
í Reykjavík og siglir til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn,
staðráðinn í því að komast áfram í lifinu. Þrátt fyrir göfug
fyrirheit flosnar hann upp frá námi, gerist búðarmaður og
síðar skrifstofumaður á auglýsingaskrifstofu, en iðkar heim-
speki í tómstundum sínum. Eftir 13 ára dvöl í Kaupmanna-
höfn sér hann, að við svo búið megi ekki lengur standa, ef
líf hans á ekki allt að fara í handaskolum. Hann ákveður að
leggja land undir fót og freista gæfunnar með auglýsinga-
starfsemi í Ameríku. Á leið vestur kemur hann við á fslandi.
Hann kveður móður sína, sem orðin er ekkja, og heimsækir
bemskustöðvar sínar norður i landi. Þar flekar hann 18 ára
gamla dóttur gestgjafa síns og lofar að skrifa henni. Hann
siglir til Ameríku og verður þar fljótt fyrir miklum von-
1 Sfá t. a. m. leikdóm í Berlingske Tidcnde 17. 9. 1921.
2 Sbr. Kristján Albertsson 1968, 22; 1 grein Vagns Borges i Ord och
Bild 1939 er þess getið (28), að Kamban hafi aðeins snúið sér að skáld-
sagnagerð, af því að leikhúsin hafi verið honum lokuð: „Han mener selv,
at Teatret er hans egentlige Felt. ,,Der horer jeg hjemme", siger han,
„baade som Instruktor og Dramatiker“.“ 1 greininni En kulturværdi i
fare, Kvalitetsmennesket, 132, segir Kamban, að sér finnist leikritsformið
göfugasta form bókmennta.