Studia Islandica - 01.06.1970, Side 84
82
Hin óhugnanlega frásögn af fangelsisvist Ragnars er að
mestu byggð á lýsingum í áðurnefndri bók Thomas Motts
Osbornes, Within prison walls. Og einnig ber hún nokkur
merki bókarinnar Society and prisons eftir sama höfund,
eins og þetta dæmi sýnir:
SOCIETY AND PKISONS:
The appeal to cowardice is
the weakest and most con-
temptible that can be made
(82).
RAGNAR FINNSSON:
öll sú likamlega þröngvim,
sem hann átti í vændum,
varð að engu hjá þeirri and-
stygð, sem hann fann til við
þá tilhugsun, að varpa sér
undir kúgun andans - láta
undan auvirðilegustu skír-
skotun sem til var, skírskot-
un til ragmenskunnar (222).
Árið 1912 kom út í New York bókin My life in prison eftir
Donald Lowrie, sem lýsir þar margra ára fangelsisvist sinni.
Enginn vafi er á því, að Guðmundur Kamban hefur kynnt
sér þessa bók allrækilega og fær þaðan fjölmörg efnisatriði
í skáldsögu sína, sem hér yrði allt of langt mál að gera tæm-
andi skil. Til að gefa nokkra hugmynd um, hve óvefengjan-
leg þessi tengsl eru, verða hér sýnd dæmi um efnisatriði úr
tveimur fyrstu köflum bókar Lowries, sem Ragnar Finnsson
hefur fengið að láni.
Orsök og aðdragandi að handtöku þeirra eru nákvæmlega
eins. Aðframkominn af hungri brýzt Donald Lowrie irm í
hús og stelur úri og peningum frá sofandi manni. Hann
kemst klakklaust út og fær sér að borða. 1 búðinni, þar sem
hann veðsetur úrið, tekur hann eftir grunsamlegmn manni,
sem fylgist með honum. Hann fær minna fyrir úrið en hann
hafði gert sér vonir um, gengur út úr búðinni og er skömmu
siðar handjárnaður (1—10). Á sama hátt kemur allt þetta
fyrir Ragnar Finnsson. Meira að segja hefur Kamban tekið
upp næstum orðréttar setningar og smávægilegustu efnis-
atriði í bók sína: