Studia Islandica - 01.06.1970, Síða 89
87
Stíll Ragnars Finnssonar er nokkuð hrár, einhæfur og blæ-
brigðalítill. Málfarið er lítt vandað sem fyrr hjá Kamban, og
við dönskuslettur fyrri verka bætast nú enskuslettur í seinni
söguhluta, sem líklega eiga að þjóna þeim tilgangi að gefa
sögunni svip umhverfisins.
þessi fögnuður í rödd hennar, hann var ekki á hljóm-
inn eins og ... (92); ríkmannlegt privathús með stór-
eflis park (156); hann heyrði háreysti úti á götunni.
Það voru the noisemakers (165—166); Eg get ekki
brúkað hugmynd yðar (170); Mr. Hillock hlustaði...
af frábærum áhuga (183); hann lifði á free lunch
(184); gamblarinn (192); Ragnar Finnsson var orð-
inn tramp (203); creampie (207); Hann ... seild-
ist eftir glugganum . .. sem neðri röndin á var jafnhá
handriðsbrúninni (212); Skrípalegust af öllu þögnin,
sem endurvíxlaði innandi mannsins fyrir innandi ap-
ans (241); að njósna og ljósta upp um (242); að borða
með honum til kvölds (244); það er systemið ... -
Systemið, systemið, alt af systemið (249); við lógiskan
hnút (272); þú ert all right (272); square guy
(315).
Ef frá eru talin ævintýrin úr dularheimum. er Ragnar
Finnsson annað verk Kambans, sem út kom á íslenzku, og
býsnaði þá ýmsum meðferð hans á íslenzkri tungu. í ritdómi
um bókina í Lögréttu 22. 2. 1923 segir „Varkaldur“ m. a.:
Annað stór lýti á bókinni er málið sem hún er rituð á.
Ekki er það danska en virðist þó líkara henni en ís-
lensku og stingur mjög í stúf við aðra meðferð á efn-
inu. Hlýtur það að falla hverjum manni illa sem ann
íslenskri tungu, að sjá henni svo misþyrmt og það af
jafn mikilhæfum manni og Kamban er.
Veit jeg að mörgum mundi það kærara að slíkt kæmi
eigi oftar fyrir og ljeti Kamban heldur einhvern þýða
bækur sínar en skrifa þær sjálfin: á slíku máli.
Geta má nærri, að Kamban hefur þykkzt við slíka ádrepu,
þar sem hann taldi sig bera hag móðurmálsins sérstaklega