Studia Islandica - 01.06.1970, Page 90
88
fyrir brjósti og vera að ryðja þvi nýjar brautir í bókmennt-
unum.1
Nú skyldu menn ætla, að Kamban hafi tekizt betur upp
með að skrifa á dönsku, en af dönskum ritdómum má ráða,
að því virðist ekki hafa verið að heilsa. Yerða hér gefin
sýnishorn úr tveimur ritdómum um Ragnar Finnsson:
En anden Indvending, som melder sig mod Kambans
Roman, gælder Stilen ... den rober ... undertiden, at
her skriver en begavet Skribent i et Sprog, som han ikke
har herrt som Ram, og som derfor lægger Fælder for
hans Fod ... Der er ingenting, som Kamban har paa
Hjerte, han ikke vil kunne udtrykke paa et fortræffe-
ligt Dansk. Men i de Pavser i Fortællingen ... vil
Kamban formodenthg bestandig kunne dromme sig til
en og anden af Sprogets mest forslidte Klichéer.2
Sproget i Romanen er ligesom en Smule ængsteligt,
pertentligt og Periodeme undertiden noget trykkede
af farvelose Substantiveringer.3
I Ragnari Finnssyni eru kenningar Róberts Relfords í
Marmara sýndar í verki. Ragnar Finnsson er ekki fæddur
glæpamaður fremur en Ernest Mclntyre í Oss morðingjum.
1 báðum tilvikum á þjóðfélagið sökina. Ragnar Finnsson er
eitt af þeim olnbogabörmmi bandarísks þjóðfélags, sem það
telur sig ekki bera skyldu til að vernda gegn atvinnuleysi og
hungri. Það gefur Ragnari ekki kost á öðru en að stela. Síð-
an dæmir það hann í langa og ómannúðlega fangelsisvist,
án þess að hugsa nokkuð urn orsökina að þjófnaðinum. 1
fangelsinu er honum misþyrmt á líkama og sál, og hin góðu
áform hans em smám saman að engu gerð. Hann fær nógan
tíma til að hugleiða glæp og refsingu og kemst að nákvæm-
lega sömu niðurstöðum og Róbert Relford.
1 Sbr. bls. 35 hér að framan.
2 Politiken 27. 11. 1922.
3 Politiken 7. 2. 1923.