Studia Islandica - 01.06.1970, Side 93
91
óhagganlegur, og valdboði hans verða allir að hlýða. — Rétt-
um níu mánuðum eftir eiðinn elur Ragnheiður Daða Hall-
dórssyni barn. Hafði hún gerzt sek um meinsæri? —
Að áliti Kambans var Ragnheiður saklaus, þegar hún var
neydd til að sverja eiðinn. En helsært stolt hennar gerði
uppreisn gegn slíkri niðurlægingu og smán. Ofbeldi föður
hennar kallaði á hefnd, og nóttina eftir eiðtökuna gaf hún
sig Daða á vald í fyrsta sinn.
Skáldsagan Skálholt er aldarfarslýsing, byggð á sannsögu-
legum atburðum á fslandi á 17. öld. Voru þá galdrabrennur
í algleymingi, eins og kunnugt er, og þeim kennir Kamban
tim vaxandi trú manna á galdra og kukl: „En hér sem alt af
óx glæpurinn við refsinguna.“ 1
En fsland nútimans telur Kamban fyrirmynd annarra
þjóða í refsimálum og séu því glæpir þar fátíðir. Að þessu
víkur hann t. a. m. í fyxirlestri sínum um Reykjavíkurstúlk-
una og í skáldsögunni 30. Generation.2 í greininni um sér-
kenni íslenzkrar menningar, sem birtist í Verði 27. marz
1926, segir hann:
ofbeldisglæpir mega teljast því nær ókunn fyrirbrigði
í íslensku mannfjelagi nú á dögum. Ef jeg má treysta
minni mínu, hafa á síðustu 100 árum 2 morð alls verið
framin á íslandi. Mikið mætti til þess vinna, að ekki
bólaði á bráðari lund eða ríkari hefndarhug í öðrum
mannfjelögum vorra tíma.
Hjer snertum við nú við einkenni með íslenskri þjóð,
sem mjer finst vera stórkostlega markvert, ekki ein-
ungis um það er gegnir að meta menning þessarar
þjóðar, heldur líka þegar horfið er til lausnar á einu
vandamesta viðfangsefni þjóðfjelaga vorra tíma. Jeg á
hjer við það, að þessi gamla menningarþjóð ... virð-
ist hafa komist að allri annari niðurstöðu um málefnið:
glæpur og refsing, heldur en nokkurt annað þjóðf jelag.
Annarsstaðar hafa aðeins andlegir afburðamenn skip-
1 Skálholt III, 217. Sjá einnig Skálholt II, 182-183.
2 Sjá Eimreiðina 1929, 228; 30. Generation, 21-22.