Studia Islandica - 01.06.1970, Side 101
99
ingin er athyglisverð. Percy heimsækir nú ekki Vivienne á
sjúkrabeðinn sem eldheitur hugsjóna- og baráttumaður,
heldur sem fyrirhtlegur oddborgari. Við það skerpist eymd
og umkomuleysi Vivienne og ljúfmennska Teddys, vinarins
eina og sanna.
Sýningin í Kaupmannahöfn fékk elcki góða dóma, þótti of
langdregin. Raunar var meir fundið að leikstjórn höfundar
en leikritinu sjálfu. í leikdómi í Berlingske Tidende 22. 11.
1931 segir m. a.:
Vi blev meget trætte efterhaanden. Mr. Teddy sad
og lavede Te til sin Veninde og smurte Mad til hende.
Da hun nu ikke vilde spise, saa spiste han det selv. Da
lo Publikum hjerteligt, trods Salmesang og Bonner og
psykologiske Lidelser. Det lovede ikke godt for Af-
tenen.1
Sýningin í Kaupmannahöfn var ekki fyrsta sýning verks-
ins. Tveimur árum áður, í maí 1929, voru Stjörnur öræfanna
settar á svið í Lubeck í Þýzkalandi;2 en ekki hefur tekizt að
afla upplýsinga um viðtökur þeirra þar. Á áttræðisafmæli
höfundar, 8. júní 1968, var leikritið flutt í Ríkisútvarpinu í
þýðingu Tómasar Guðmundssonar.
Sendiherrann frá Júpiter
Eftir að út komu Drkenens Stjerner, tók Kamban til við
gerð annarrar kvikmyndar sinnar, Det sovende Hus. Sam-
nefnd skáldsaga kom út í Kaupmannahöfn árið 1925, og ber
1 Sjá einnig grein eftir Fredeiúk Schyberg í Dagens Nyheder 17. 2.
1934, en þar segir: „Kamban har Í0r gjort sin egen dramatiske Produk-
tion en Bjornetjeneste ved personlig at sætte den op paa Teatret; baade
„Gesandten fra Jupiter" paa Betty Nansen-Teatret cg sidst „0rkenens
Stjerner" paa Det kgl. Teater skadedes mærkbart af den Maade, de var
iscenesat paa.“
2 Sbr. frétt i Morgunblaðinu 2. 6. 1929, en þar segir einnig: „gekst
norræna fjelagið þar í borg fyrir því að halda norrænar leiksýningar í
þjóðleikhúsi staðarins. Þar var leikrit Kambans hið fyrsta í röðinni. En
á eftir komu leikrit eftir Björnstjerne Björnson og Strindberg."