Studia Islandica - 01.06.1970, Page 109
107
leg þáttaskil í ritstörfum Kambans, sem hann og boðar í
viðtali í Morgunblaðinu 22. maí 1927:
Mig langaði til að benda útlendum þjóðum á, að nú-
tímamenning væri ekki framandi hugtak á fslandi.
Jeg vildi byrja á því — í mínum tveim fyrstu leikum -
að leggja þungamiðju efnisins í íslenskt menningar-
umhverfi 20. aldar. f öllum síðari ritum mínum legg
jeg þessa þungamiðju í menningar-umhverfi stórborg-
anna - í umhverfi nútíðar alþjóðarmenningar. Og
lokahlekkurinn í þeirri festi er: „Sendiherrann frá
Júpiter“. ...
- ... Jeg álít að jeg hafi hjer með þessu dramatiska
æfintýri náð hámarki þessa markmiðs míns, að rita ís-
lenska nútíðar-leiki í alþjóðaanda. Nú get jeg snúið
mjer aftur að mínu eigin þjóðlífi, þar sem hvert yrkis-
efnið öðru fegurra biður manns.
lega leikhúsinu i Kaupmannahöfn í janúar 1939, sbr. Berlingske Tidende
20. 1. 1939. Fyrri helming skáldsögunnar Skálholts sneri hann í leikrit,
sem kom út í Kaupmannahöfn 1934 og var leikið þar sama ár, sbr. Da-
gens Nyheder 17. 2. 1934. En nýtt leikrit, samið sem slikt, kom ekki frá
Guðmundi Kamban fyrr en 1941, en þá komu út leikritin Grandezza og
Komplekser, og eru þau bæði til á íslenzku í eiginhandarriti höfundar.
Leikritið De tusind Mil hefur aldrei verið sýnt, og er aðeins til á dönsku
frá höfundarins hendi, varðveitt hjá Gísla Jónssyni í 2 vélrituðum ein-
tökum, ársettum 1939.