Þjóðmál - 01.03.2018, Side 69

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 69
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 67 Reglur beinast að stýringu einkaaðila og þær eru settar stofnunum; hér væri það Umhverfis stofnun sem léki lykilhlutverk en hugsanlega fleiri eftir því hvar mismunandi snertifletir liggja. Athugum að félagsleg reglusetning á að koma í veg fyrir hegðun sem beinlínis ógnar heilbrigði, öryggi, velferð og líðan fólks. Við vitum nú þegar að plast- mengun hafsins er brestur sem veldur tjóni og kostnaði, er ógn við allt vistkerfið, lífverur sjávar, sjófugla og eftir fæðukeðjunni þar af leiðandi velferð mannsins. Félagslegar gerðir beinast að hegðun fólks, fyrirtækja og ríkis- stofnana. Við gætum því samhliða sett t.d. stífari reglur um skólphreinsun og flokkun rusls frá fyrirtækjum og stofnunum. Helstu stjórnunarlegu áskoranir eru þær að plastnotkun er mjög almenn og víðtæk; plast kemur við sögu um allt samfélagið í mis- munandi vörum og tilgangi. Aðaláskorunin verður að tryggja samræmi í framkvæmd án óhóflegra undantekninga. Reglunum þarf að beita með fyrirsjáanlegum hætti og hætt er við að mörk hins leyfilega og óleyfilega verði óskýr og erfitt að rökstyðja muninn þar á milli. Atvinnulífið gæti kvartað undan því að stjórnvöld væru viss um árangurinn en óviss um aðferðina. Þetta skiptir máli því það er framleiðandinn sem þarf að taka á sig kostnað vegna reglugerðarbreytinganna en ekki hið opinbera. Þess vegna legg ég til færri skref en fleiri og aðeins verði farið í bönn þar sem um mjög augljósar uppsprettur plast- mengunar í hafi er að ræða sem hafa mikil áhrif. Þetta skiptir líka máli þegar við höfum í huga eftirlit með því að reglum sé framfylgt. Stofnanir hafa sjaldnast miklar bjargir til að leggjast í miklar rannsóknir á því hvort um brot á reglum er að ræða eða ekki, sem dæmi er auðvelt að sjá hvort verslun notar áfram burðarplastpoka eða ekki. Því er það kjörið tækifæri til banns. Afmörkunarinnar vegna vil ég leggja til þessi tvö stjórntæki en mér fannst nauðsyn- legt að fjalla um önnur stjórntæki eins og skatta, skattastyrki og ríkisstyrki. Mögulegt er að á einhverjum tímapunkti þurfi að beita sköttum til að fá upp í samfélagslegan kostnað sem hlýst af plastmengun hafsins. Það er enda vel þekkt aðferð að mengandi iðnaður borgi skatta í þessum tilgangi. Mitt mat er að skattlagning sé álitlegt stjórntæki síðar þegar betri upplýsingar liggja fyrir. Víðtæk tengslanet auka samhæfingu Besta leiðin til að auka samhæfingu er að leita í smiðju bandaríska fræðimannsins Christopher Koliba og félaga hans Jack W. Meek og Asim Zia og skoða greiningar þeirra á tengslanetum. Ein skipulagsheild leiðir samvinnuna (e. lead organization) er að mínu mati sú forskrift sem farsælust væri að íslensku tengslaneti um plastmengun hafsins. Nokkuð augljóst er að Umhverfis- og auðlindaráðuneyti eða Umhverfisstofnun leiddi slíkt samstarf. Þar eru mestar upplýsingar og mest reynsla að fást við málefni umhverfisins í heild, sér í lagi auðvitað mengun hafsins, og þar liggur helst ábyrgðin á málaflokknum. Tengsl aðila á milli í svona stóru verkefni eru það veik að skilvirkast væri að hver og einn hefði bein samskipti við einn leiðtoga sem hefði yfirsýn og höfuðábyrgð. Þrátt fyrir að upplýsinga og rannsókna sé þörf vitum við nú þegar um helstu uppsprettur plastmengunar í hafi. Við vitum um óhóflega notkun burðarplastpoka, við vitum af viðbættu örplasti í snyrtivörum og tann kremum og við vitum af örplasti í dekkjum, flíspeysum og svo lengi mætti telja.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.