Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Side 7

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Side 7
I. KAFLI. TILRAUN í PÉTURSEYOG GUNNARSHOLTI 1952 1. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR. í þessa tilraun voru notuð 60 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, í Pétursey í Mýrdal. Féð hafði gengið í heimaliögum yfir sumarið. Beitilandið er að miklu leyti valllendi og í því nokkuð af villtum smára. Verður það að teljast sæmilega kjarngott, en hagþrengsli munu valda því, að dilkar ná þar sjaldan miklum þunga. Tilraunin hófst 28. ágúst og var lokið 15. október. Þann 28. ágúst voru lömbin ÖII vegin og merkt einstaklingsmerki í eyru. Var þeim skipt í þrjá jafna flokka eftir þunga og kyni, og voru 10 hrútar og 10 gimbrar í hverjum flokki. Við flokkaskiptinguna var hrútunum raðað í 10 samstæður, þannig að þrír hrútar, sem jafnastir að þyngd, voru í hverri samstæðu, og var gimbrunum raðað í samstæður á hliðstæðan hátt. Var svo eitt lamb úr hverri samstæðu tekið í hvern flokk, þannig að meðalþungi hrútanna annars vegar og gimbr- anna hins vegar yrði sem allra líkastur í hverjum flokki. Við þessa skiptingu var eingöngu stuðzt við númer, þunga á fæti og kyn lambanna, og var síðan dregið um, hvaða bókstafsheiti hver flokkur skyldi fá. Flokkarnir voru nefndir A, B og C. Lömbunum í A-flokki var sleppt með mæðrum sínum á úthaga i Pétursey, og gengu þar með þeim til 15. október. L.ömbin í B-flokki voru tekin undan mæðrum sínum og flutt að Gunnarsholti á Rangárvöllum og beitt þar á há þar til 15. október. Þann dag voru lömbin í báðum þessum flokkum vegin á fæti og þeim slátrað daginn eftir. Lömbun- um í C-flokki var slátrað 29. ágúst til þess að sjá, á hvaða þroskastigi lömbin væru, er tilraunin hófst. Við slátrun var fall sérvegið af hverju lambi og metið gæðamati. Mör úr hverjum flokki, netja og nýrnamör, var veginn í heild, en gæruþungi var reiknaður í hlutfalli við kjöt, eins og venja er hjá Sláturfélagi Suðurlands. Lagt hefur verið stærðfræðilegt mat á niðurstöður tilraunarinnar. Notuð var rannsókn frávika með tveggja þátta röðun (Snedecor, 1950). Z. NIÐURSTÖBUR TILRAUNARINNAR, a. Áhrif á þunga á fæti. Meðalþungi hrúta á fæti annars vegar og gimbra hins vegar og allra lamb- anna í hvcrjum flokki við byrjun tilraunar og við slátrun er gefinn í töflu 1.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.