Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Qupperneq 10
8
Tafla 3. Meðalþyngdaraukning falla lamba á tilraunaskeiðinu, g á dag.
Average gain in dressed carcass weight, gjday.
Kyn sex Tala no. A-fl. group A B-fl. group B Mistn. diff. B-A
Hrútar $ 10 67.9 93.3 25.4
Ginrbrar $ 10 52.5 51.7 -0.8
Bæði kyn $ & 5 20 60.2 72.5 12.3
Mism. kynja sex diff. — 15.4 41.6 26.2
ingarskilyrði hafi verið það góð á útjörð í þessari tilrann, að gimbrarnar
hafi náð eðlilegum vaxtarhraða þar með mæðrum sínum. Reyndist því eng-
inn hagur að beita þeim á tún í þetta skipti. Hins vegar hefur útjörð ekki
verið nógu kjarnmikil til að fullnægja vaxtargetu hrútanna, og varð því
nokkur hagur að því að beita þeim á tún.
í töflu 3 sést einnig mismunurinn á vaxtarhraða hrúta og gimbra í hvorum
flokki fyrir sig. Hafa hrútar bætt meiru kjöti við sig á dag en gimbrar í
báðum flokkum, og nemur sá munur 15.4 g í A-flokki, en 41.6 g í B-flokki.
Þetta bendir til þess, að báðir flokkar hafi búið við góð næringarskilyrði og
ifklega betri en venjulega um þetta leyti árs, enda spratt seint, víða voru
kalblettir í jiirð vorið 1952, en nýgræðingur var að vaxa upp úr kalblettum
þessum fram á haust.
c. Áhrif á kjötprósentu.
Kjötprósenta lambanna af hvoru kyni fyrir sig og báðum kynjum sam-
eiginlega í öllum flokkum er gefin í töflu 4.
Tafla 4. Meffalkjötprósenta lamba og mismunur flokka.
Mean dressing percentage of lambs and diff. bet. groups.
Tala A-fl. B-fl. C-fl. Mismunur differ ence
Kyn sex no. group A group B group C A-B A-C B-C
Hrútar $ 10 37.88 39.93 39.80 -2.05* — 1.92* 0.13
Gimbrar 2 10 40.20 39.39 42.31 0.81 —2.11* —2.92**
Bæði kyn $ & 2 20 39.04 39.66 41.06 —0.62 —2.02** —1.40*
Meðalskekkja A einstakling S.E. per individual = 1.98%. frítala DF = 36.
*Sjá töflu 1, see table 1.
Þegar litið er á meðalkjötprósentu lamba af báðum kynjum sameiginlega,
kemur í ljós, að lömbin í C-flokki, er slátrað var 29. ágúst, hafa hærri kjöt-
prósentu en lömbin í A- og B-flokki, og er sá rnunur raunhæfur, sjá töflu 4.
Þetta virðist einkum hfjóta að orsakast af því, að grös hafi verið mjög lítið
trénuð í ágústlok, og því kviðfylli lambanna verið hlutfallslega mun minni er
tilraunin hófst, en ’er henni lauk 16. október. Munurinn á kjötprósentu A- og
B-flokks er mjög lítill, 0.62%, og ekki raunhæfur.