Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Qupperneq 29
VI. KAFLI.
TILRAUN Á DYRFINNUSTÖÐUM 1955
1. RANNSÓKN AREFNI OG AÐFERÐIR.
í tilraun þessa voru notuð 100 lömb, 60 hrútar og 40 gimbrar, á Dýrfinnu-
stöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Þann 2. september voru lömbin vegin, merkt
einstaklingsmerki og skipt í 5 jafna flokka, A, B, C, D og E, á sama hátt og
lýst er í kafla I, og voru 12 hrútar og 8 gimbrar í hverjum flokki.
Lömbum í A- og B-flokki var sleppt út með mæðrum sínum, C- og D-flokks-
lömbunum var sleppt móðurlausum á nýrækt, 0.7 ha að stærð, en lömbun-
um í E-flokki var slátrað 3. september til þess að komast að því, hvað lömbin
legðu sig að meðaltali, er tilraunin hófst.
Nýrækt sú, sem beitt var á, var á fyrsta ári og hatði ekki verið slegin. Var
grasið um 3—4 þumlunga hátt, er beitin hófst, en sæmilega þétt af nvrækt að
vera. Með nýræktinni var afgirt rönd af óræktuðu, en þurrkuðu mýrlendi, og
hafði sumt af því verið slegið. Lömbin bitu aðallega nýræktina, en gripu
stundum niðui í óræktaða landið og lágu þar ætíð um nætur. Er lömbin höfðu
verið 20 daga á þessari nýrækt, hafði hún bitizt nokkuð og troðizt. Voru lömb-
in þá flutt á aðra nýræktarspildu álíka stóra og á svipuðu sprettustigi og liin
fyrri var, er tilraunin hófst. Voru lömbin höfð á þessari nýrækt, þar til þeim
var slátrað.
Lömbin í A-, B-, C- og D-flokki voru vegin á fæti 18. september. Daginn
eftir var A-flokkslömbunum slátrað, en B-flokkslömbunum sleppt út aflur
með mæðrum sínum og C- og D-flokkslömbin látin aftur á nýræktina. Lömb-
in í C- og D-flokki voru enn vegin 30. september og C-flokkslömbunum slátrað
sama dag, en D-flokkslömbunum sleppt á nýræktina aftur og þau höfð þar til
G. október. Þann dag voru lömbin í B- og D-flokki aftur vegin á fæti og þeim
slátrað daginn eftir.
Með tilraun þessari átti að fást úr því skorið með samanburði á A-, B- og
E-flokki, hve lömbin bættu miklum afurðum við sig með mæðrum í úthaga,
frá 3,—19. september annars vegar og frá 3. september til 7. október hins veg-
ar. Samanburður á afurðum C- og D-flokkslambanna við afurðir lambanna
í hinum þremur flokkunum sýnir aftur á móti, hve mikið lörnbin bæta við
afurðir sínar móðurlaus á ræktuðu landi frá 3.—30. september og frá 3. sept-
ember til 7. október og hvort þau bæta meiru við sig móðurlaus á túni en með
mæðrum í úthaga.