Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Side 40

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Side 40
38 Á flestum málum er sáralítill sem enginn munur á milli flokka, en athygl- isvert er, að munurinn er raunhæfur á tveimur útvortismálum og tveimur þverskurðarmálum. Þvermál brjóstkassans (W) og ummál brjóstkassans (U) er meira á B-flokks- lömbunum, sem gengu á túni, en vöðvafylling og fita hafa mikil áhrif á bæði þessi mál. Þykkt bakvöðvans (B) og þykkt vöðva og fitulaga undir yfirborðs- fitu á miðri síðu (X) er raunhæft meiri á B-flokkslömbunum, en þessi mál eru fyrst og fremst mælikvarði á vöðvaþroska. Séu hins vegar beinamálin athuguð, eins og t. d. lengd, ummál og þyngd framfótarleggjar, þá eru þau því nær eins í báðum flokkum, er sýnir, að á til- raunaskeiðinu hefur þroski beina í báðum flokkum verið eins. Beinin eru bráðþroska líkamsvefir (Halldór Pálsson og Vergés, 1952), en bráðþroska vefir hafa forgangsrétt að næringunni, sem fyrir hendi er á hverjum tíma, og dregur því ekki úr þroska beina á skepnu í vexti, nema hún líði mikinn næringarskort. Séu fitumál flokkanna borin saman, þ. e. C-, D-, J- og Y-málin, sem eru mæli- kvarði á þykkt yfirborðsfitu fallanna, kemur í ljós, að enginn munur er á þeim milli flokka. Fitan er seinþroskaðasti líkamsvefurinn, en misjafnlega sein- þroska, eftir því, hvar hún safnast á skepnuna. Fyrsta fitusöfnunin er í mör, næst kemur fita á milli vöðva, svo yfirborðsfita og síðast safnast fita í vöðvana sjálfa. Yfirborðsfita og fita í vöðvum safnast því nær engin á skepnu í vexti, nema hún búi við svo góð næringarskilyrði, að bein og vöðvar fái nægju sína til eðlilegs vaxtar og talsverð mörsöfnun sé einnig byrjuð. 1 þessari tilraun bendir allt til þess, að næringarskilyrði A-flokkslambanna hafi verið það góð á tilraunaskeiðinu, að beinavöxtur þeirra hafi verið eðli- jegur og vöðvavöxtur nokkur, en skilyrðin ekki verið það góð, að þau full- nægðu vaxtargetu vöðvanna, né að yfirborðsfita hafi náð að myndast. Hins vegar hafa skilyrðin ekki verið svo léleg, að lömbin legðu af, þ. e. misstu yfir borðsfitu. Næringarskilyrði B-flokkslambanna hafa verið mun betri á tilraunaskeið- inu, sem kom fram í auknum sláturafurðum þeirra. Þau hafa haft næga nær- ingu til eðlilegs beinavaxtar, og vöðvar þeirra hafa vaxið mun meira en vöðv- ar A-flokkslambanna. Einnig söfnuðu þau nokkrum mör umfram A-flokks- lömbin, en engri yfirborðsfitu fremur en lömbin í A-flokki. Næring þeirra hef- ur ekki verið það góð, að allir líkamsvefir fengju nægju sína. í þessari tilraun kom þetta ekki að sök, því að lömbin í báðum flokkum hafa að meðaltali 3.3 mm þykkt fitulag ofan á bakvöðvanum, sem er hæfilega mikil fita fyrir þá neytendur, sem ekki sækjast eftir mjög feitu dilkakjöti. Fallþungaaukning B-flokkslamba á tilraunaskeiðinu umfram fallþunga- aukningu A-flokkslamba á sama tíma, hefur þannig legið fyrst og fremst í auknu vöðvamagni og gefa því B-flokkslömbin í senn þyngri föll og betra kjöt en A-flokkslömbin. Þetta er gagnstætt því, sem ýmsir hefðu búizt við. Margir álykta sém svo, að séu lömb sett á gott haglendi að haustinu, hljóti það fyrst og fremst að leiða til aukinnar fitusöfnunar. Slíkt væri rétt ályktun, ef um 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.