Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 62
X. KAFLI.
TILRAUN Á HESTI I95S
1. KANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR.
í þessa tilraun voru notuð 80 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, eign Hests-
búsins, þau rýrustu, sem ekki voru bundin í öðrum tilraunum og komin voru
í heimaland 15. september, er tilraunin lrófst. Tilraunin stóð í 36 daga, eða
til 21. október.
Þann 15. september var lömbunum skipt í 4 jafna flokka eftir þunga á fæti,
kyni og ætterni á sama hátt og lýst er í kafla I og kafla VIII. Flokkarnir voru
nefndir A, B, C og D.
Lömbin í A-flokki voru höfð með mæðrum sínum í úthaga allt tilrauna-
skeiðið. Á sama tíma voru lömbin í B-flokki höfð móðurlaus á fóðurkáli, lömb-
in í C-flokki móðurlaus á fyrsta árs nýrækt, og lömbunum í D-flokki var slátr-
að 16. september, til þess að fá vitneskju um, hve mikið tilraunalömbin legðu
sig, er tilraunin hófst.
Fóðurkálið var á 1.0 ha spildu, og var því ekki sáð fyrr en 10. júní. Vegna
þurrka og kulda spratt það illa. Með fóðurkálinu var afgirt mýrarspilda, 0.7
ha að stærð. Því miður reyndist fóðurkálið of litið handa B-flokkslömbunum,
og einnig mun óræktaða landið hafa verið of lítið, því að þann 8. október,
eða 13 dögum áður en tilrauninni lauk, var allt fóðurkálið uppétið og órækt-
aða landið, sem B-flokkslömbin höfðu aðgang að, einnig uppbitið og troðið.
F.kki var hægt að koma því við að slátra tilraunalömbunum þá, og var því
gripið til þess ráðs að sleppa kállömbunum á há, sem þá var því miður bæði
bitin og tröðkuð af öðru fé. Þetta hafði tvímælalaust skaðleg áhrif á framför
kállambanna, eins og kemur í ljós í niðurstöðum tilraunarinnar hér á eftir.
Þeim virtist fara vel að, meðan kálið entist, en Jiau munu jafnvel liafa lagt
af, eftir að þau komu á hána.
Þann 21. október voru tilraunalömbin vegin á fæti og þeim öllum slátrað
næsta dag.
2. NIÐURSTÖÐUR TILR AUNARINNAR.
a. Áhrif á þunga á fæti.
Meðalþungi lambanna á fæti í öllum flokkum, fyrir hvort kvn sér og bæði
kyn sameiginlega í byrjun tilraunar og við slátrun, er gefinn í töflu 50i, en
þyngdaraukning á fæti fyrir hvort kyn sér og bæði kvn sameiginlega í hverjum
flokki er gefin í ii-lið sömu töflu.