Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 64
62
Á tilraunaskeiðinu bættu lömbin í öllum flokkum, þegar bæði kyn eru tek-
in sameiginlega, nokkuð við fallþunga sinn, minnst þau, sem gengu í úthaga
með mæðrum sínum (A-fl.), aðeins 0.54 kg, en mest þau, sem gengu á kálinu
(B-fl.), 1.60 kg, og þau, sem gengu á nýræktinni (C-fl.), aðeins minna eða 1.43
kg. Fallþungamunur A- og E-flokks er ekki raunhæfur, en B- og C-flokkslömb-
in hafa raunhæft þyngra fall en E-flokkslömbin.
Fallþungamunur A- og B-flokks, 1.06 kg, er raunhæfur í 99.9% tilfella og
A- og C-flokks, 0.89 kg, er raunhæfur í 99% tilfella, er sýnir, að lömbin, sem
gengu á ræktuðu landi, bættu mun meira við fallþunga sinn en þau, sem
i úthaga gengu á sama tíma.
Á tilraunaskeiðinu bættu hrútar við fallþunga sinn 2.15 kg, en gimbrar að-
eins 0.22 kg til jafnaðar í öllum flokkum sameiginlega. Munurinn, 1.93 kg, er
raunhæfur í 99.9% tilfella, er sýnir, eins og í tilrauninni, sem lýst er í kafla
IX,að vaxtargeta hrúta á þessu aldursskeiði er mun meiri en gimbra. 1 öllum
flokkunum er fallþungaaukning hrútanna allmikil og raunhæf, en gimbranna
rnjög lítil og óraunhæf.
Munurinn á fallþungaaukningu B- og C-flokks er örlítið í vil kállömbun-
um, en er langt frá því að vera raunhæfur.
Tafla 52 sýnir meðalþyngdaraukningu falla lambanna á dag í öllum flokk-
um fyrir hvort kyn sér og bæði sameiginlega á tilraunaskeiðinu.
Tafla 52. Meðalþyngdaraukning falla lamba á tilraunaskeiðinu, g á dag.
Average gain in dressed carcass weight, g/day.
Kyn Tala Flokkur group
sex no. A R C
Hrutar $ 10 30.3 73.9 75.3
Gimbrar $> 10 — 0.3 14.7 3.9
Bæði kyn $ & $ 20 15.0 44.3 39.6
Mism. kynja sex diff. - 30.6 59.2 71.4
Sé gert ráð fyrir, að lömbin í A-, B- og C-flokki hafi haft sama fallþunga við
byrjun tilraunar og lömbin í D-flokki, hafa þau bætt við fallþunga sinn á dag
15.0 g í A-flokki, 44.3 g í B-flokki og 39.6 g í C-flokki. Er Jætta aðeins um y3
liluti vaxtarhraða lambanna í tilrauninni á Hesti árið áður, sem lýst er í kafla
IX, sjá töflu 44. Tvær meginástæður munu vera fyrir þessum áramun. í fyrsta
lagi var lömbunum nú slátrað 17 dögum síðar að haustinu en árið áður. Mun
það a.m.k. hafa dregið úr vaxtarhraða A-flokkslambanna. Gera má ráð fyrir,
að ])au hafi jafnvel verið farin að leggja af, er þeim var slátrað. í öðru lagi
gekk kálbeitin alveg til þurrðar tæpum hálfum mánuði áður en tilrauna-
lömbunum var slátrað, eins og áður er getið, svo að setja varð B-flokkslömbin
á bitna há. Hefur það óhapp tvímælalaust dregið úr vaxtarhraða B-flokks-
lambanna. í þriðja lagi var nýræktin óhrein og mjög bitin í lok tilraunarinn-
ar, svo að gera má ráð fyrir, að einnig hafi mjög dregið úr vaxtarhraða C-
flokkslambanna, er leið á tilraunaskeiðið.