Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Side 86

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Side 86
XIV. KAFLI. TILRAUN Á HESTI 1959 1. RANNSÓKN AREFNI OG AÐFERÐIR. í þessa tilraun voru notuð 120 lömb, jafnmörg af hvoru kyni, eign Hests- búsins. Tilraunin hófst 31. ágúst. Þá voru lömbin vegin og þeim skipt í 6 jafna flokka eftir þunga á fæti, kyni og ætterni, á sama hátt og lýst er í kafla I og kafla VIII. Flokkarnir voru nefndir A, B, C, D, E og F. Markmiðið með tilraun þessari var að bera saman, hvort betri raun gæfi að heita lömbum að haustinu á fóðurkál eða á blandað grænfóður, þ. e. fóð- urkál, raps, næpur og nýræktargras, og einnig, hvort betri árangur næðist með því að beita lömbunum um mánaðarskeið á kál eða lengur, allt að 7 vikum. Þá var einnig rannsakað, hvort ávinningur væri að nota hormón, stilbestrol, handa lömbum á þessu aldursskeiði, en hormón þessi hefur mikið verið notaður erlendis með góðum árangri, til þess að örva vöxt vel alinna sláturdýra. Með tilliti til þessa var meðferð flokkanna sem hér segir: Lömbin í A-fl. voru liöfð með mæðrum sínum á úthaga, þar til þeim var slátrað. Lömbin í B- fl. voru höfð móðurlaus á fóðurkáli á sama tíma. Lömbin í C-il. voru einnig höfð móðurlaus á blönduðu grænfóðri sama tíma. Lömbunum í þessum þrem flokkum var slátrað 3. október. Lömbin í D-fl. voru höfð móðurlaus á fóður- káli frá 31. ágúst til 21. október, er þeim var slátrað. Sett var undir húð á eyra þeirra 3 mg af stilbestrol. Eyrað var skorið af hausum þessara lamba eftir ;ið þeim var slátrað. Lömbin í E-fl. voru móðurlaus á káli sama tíma. Lömbun- um í F-flokki var slátrað 1. september, til þess að ganga úr skugga um, hvernig tilraunalömbin legðu sig, er tilraunin hófst. Samanburður á lömbunum í A-, B- og C-fl. við F-flokkslömbin sýnir vaxtarauka lamba í þessum flokkum á tímabilinu frá 31. ágúst til 3. október og jafnframt, hvort og hve mikill ávinn- ingur er að beita þeim á fóðurkál annars vegar og blandað grænfóður hins vegar, samanborið við að láta lömbin ganga í úthaga með mæðrum sínum. Samanburður á B- og E-flokki sýnir hins vegar, hvort hagkvæmara er að beita lömbunum á fóðurkál í 33 eða 51 dag. Og að lokum sýnir samanburður á D- og E-flokki, hvort ávinningur er að því að gefa lömbunum hormóninn stilbestrol, af því að meðferð þessara tveggja flokka og lengd tilraunaskeiðs- ins var hin sama að öðru leyti en því, að D-flokkslömbin fengu hormóninn. Landið, sem blandaða grænfóðrið var ræktað á og C-flokkslömbum var beitt á, var 0.3 ha að stærð, og höfðu þau lömb aðgang að óræktuðu landi jafnframt. Þetta blandaða grænfóður var fremur lítið sprottið, næpurnar smá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.