Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 104

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Page 104
102 tilfella. Föll C-flokkslamba metast bezt og B-flokkslamba aðeins lakar. Sá mun- ur er ekki raunhæfur, en munurinn á A- og B-fl. og A- og C-fl. er raunhæfur í 95% tilfella. Aðalávinningurinn að kálbeitinni í þessari tilraun er þó betra mat á föllum kállambanna, þótt sá verðmunur á kjötinu, sem fæst fyrir það, greiði hvergi nærri kostnaðinn við ræktun kálsins. e. Áhrif á mör og gæru. Meðalþungi netjumörs lambanna eftir flokkum var sem hér segir: í A-fl. 0.82 kg, í B-fl. 0.75 kg, í C-fl. 0.90 kg og í D-fl. 0.58 kg. Lömb í öllurn flokkum hafa því bætt við netju á tilraunaskeiðinu, og því nær jafnmikið, hvort sem þau gengu á úthaga eða á fóðurkáli. Meðalþungi gæru á lanrb var 3.04 kg í A-fl., 3.20 kg í B-fl., 3.05 kg í C-fl. og 2.52 kg í D-fl. Á tilraunaskeiðinu hafa því lömbin í öllum flokkum bætt við gæruþunga rúmu i/2 kg, og er enginn teljandi munur á úthagaflokkum og kálflokkunum í þessu efni. 3. HELZTU NIÐBRSTÖÐUR. 1. Tilraun var gerð að Dýrfinnustöðum í Skagafirði, með að bera saman þrif lamba, sem gengu á úthaga með mæðrum frá 6. sept. til 12. okt., eða í 36 ílaga, og lamba, sem gengu móðurlaus á fóðurkáli á sama tíma. Flelmingi kál- lambanna var gefinn hormóninn stilbestrol, 3 mg, til þess að rannsaka, hvort hann hefði örvandi áhrif á vöxtinn. í tilraunina voru notuð 80 lömb, er skipt var í 4 jafna flokka, A, B, C og D, eftir þunga á fæti og kyni, þannig að 14 hrútar og 6 gimbrar voru í hverjum flokki. Lömbin í A-flokki voru með mæðrum á úthaga, í B-flokki móðurlaus á fóð- urkáli, í C-flokki móðurlaus á fóðurkáli, en fengu stilbestrol, og í D-flokki var lömbunum slátrað, er tilraunin hófst, til þess að finna, hve mikið lömbin iegðu sig þá. 2. Er tilraunin hófst, vógu lömbin á fæti 30.42 kg í A-, B- og C-flokki og 30.45 kg í D-flokki. Er lömbunum var slátrað, vógu sláturafurðir þeirra að meðaltali: í A-fl. 13.41 kg fall, 0.82 kg netja og 3.04 kg gæra, eða alls 17.27 kg, í B-fl. 13.64 kg fall, 0.75 kg netja og 3.26 kg gæra, eða alls 17.65 kg, í C-fl. 13.47 kg fall, 0.90 kg netja og 3.05 kg gæra, eða alls 17.42 kg, og í D-fl. 11.94 kg fall, 0.58 kg netja og 2.52 kg gæra, eða alls 15.04 kg. Heildarafurðaaukning lambanna, sem gengu á úthaga, varð því 2.23 kg, þeirra, sem gengu á káli án hormóns, 2.61 kg, og þeirra, sem gengu á káli og fengu hormóninn stilbestrol, 2.38 kg. Varð því í þessari tilraun enginn ávinningur að kálbeit, hvort sem gefið var stilbestrol eða ekki, umfram úthagabeit, nema hvað föll kállamb- anna í B- og C-flokki flokkuðust betur en hinna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.