Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.09.1961, Síða 104
102
tilfella. Föll C-flokkslamba metast bezt og B-flokkslamba aðeins lakar. Sá mun-
ur er ekki raunhæfur, en munurinn á A- og B-fl. og A- og C-fl. er raunhæfur
í 95% tilfella.
Aðalávinningurinn að kálbeitinni í þessari tilraun er þó betra mat á föllum
kállambanna, þótt sá verðmunur á kjötinu, sem fæst fyrir það, greiði hvergi
nærri kostnaðinn við ræktun kálsins.
e. Áhrif á mör og gæru.
Meðalþungi netjumörs lambanna eftir flokkum var sem hér segir: í A-fl.
0.82 kg, í B-fl. 0.75 kg, í C-fl. 0.90 kg og í D-fl. 0.58 kg. Lömb í öllurn flokkum
hafa því bætt við netju á tilraunaskeiðinu, og því nær jafnmikið, hvort sem
þau gengu á úthaga eða á fóðurkáli.
Meðalþungi gæru á lanrb var 3.04 kg í A-fl., 3.20 kg í B-fl., 3.05 kg í C-fl.
og 2.52 kg í D-fl. Á tilraunaskeiðinu hafa því lömbin í öllum flokkum bætt við
gæruþunga rúmu i/2 kg, og er enginn teljandi munur á úthagaflokkum og
kálflokkunum í þessu efni.
3. HELZTU NIÐBRSTÖÐUR.
1. Tilraun var gerð að Dýrfinnustöðum í Skagafirði, með að bera saman
þrif lamba, sem gengu á úthaga með mæðrum frá 6. sept. til 12. okt., eða í 36
ílaga, og lamba, sem gengu móðurlaus á fóðurkáli á sama tíma. Flelmingi kál-
lambanna var gefinn hormóninn stilbestrol, 3 mg, til þess að rannsaka, hvort
hann hefði örvandi áhrif á vöxtinn. í tilraunina voru notuð 80 lömb, er skipt
var í 4 jafna flokka, A, B, C og D, eftir þunga á fæti og kyni, þannig að 14
hrútar og 6 gimbrar voru í hverjum flokki.
Lömbin í A-flokki voru með mæðrum á úthaga, í B-flokki móðurlaus á fóð-
urkáli, í C-flokki móðurlaus á fóðurkáli, en fengu stilbestrol, og í D-flokki
var lömbunum slátrað, er tilraunin hófst, til þess að finna, hve mikið lömbin
iegðu sig þá.
2. Er tilraunin hófst, vógu lömbin á fæti 30.42 kg í A-, B- og C-flokki og
30.45 kg í D-flokki. Er lömbunum var slátrað, vógu sláturafurðir þeirra að
meðaltali: í A-fl. 13.41 kg fall, 0.82 kg netja og 3.04 kg gæra, eða alls 17.27 kg,
í B-fl. 13.64 kg fall, 0.75 kg netja og 3.26 kg gæra, eða alls 17.65 kg, í C-fl.
13.47 kg fall, 0.90 kg netja og 3.05 kg gæra, eða alls 17.42 kg, og í D-fl. 11.94
kg fall, 0.58 kg netja og 2.52 kg gæra, eða alls 15.04 kg. Heildarafurðaaukning
lambanna, sem gengu á úthaga, varð því 2.23 kg, þeirra, sem gengu á káli án
hormóns, 2.61 kg, og þeirra, sem gengu á káli og fengu hormóninn stilbestrol,
2.38 kg. Varð því í þessari tilraun enginn ávinningur að kálbeit, hvort sem
gefið var stilbestrol eða ekki, umfram úthagabeit, nema hvað föll kállamb-
anna í B- og C-flokki flokkuðust betur en hinna.