Saga - 2012, Side 159
og kvenfrelsis. Lögð var áhersla á hlutverk kvenna, þá sérstaklega móður og
húsmóður, í varðveislu menningararfsins og þar með þjóð frelsisins. Halldóra
Bjarnadóttir giftist aldrei, og gaf hún þá skýringu í ævisögu sinni að hún hafi
kosið að vera sinn eigin herra. Þar vísar hún til þess að kona sem vildi vera
sjálfstæð, ráða sínu lífi, varð á þessum tímum að taka sér hlutverk sem í raun
var líkara karlhlutverki en hlutverki kynsystra hennar. Til þess að vera efna-
lega sjálfstæð varð hún að menntast og taka að sér starf, sem aftur var frem-
ur hlutskipti karla en kvenna. Halldóra þurfti aldrei að standa fyrir búi;
hennar hlutverk var utan heimilis, á opinberum vettvangi.
Það voru á unglingsárum Halldóru ekki mörg störf sem tryggðu konum
það sjálfstæði sem hún sóttist eftir. Kennarastarfið var eitt af þessum fáu störf-
um, og 1896 hélt Halldóra Bjarnadóttir utan til kennaranáms og varð sam-
skipa til Kaupmannahafnar sex ungum mönnum sem einnig voru á leið til
náms. Meðal þeirra var Guðmundur Finnbogason, einn helsti frumkvöðull á
sviði íslenskra menntamála. Halldóra hélt til Óslóar, innritaðist þar á kenn-
araskóla og lauk þaðan námi með góðum árangri vorið 1899. Þar með var hún
komin í hóp þeirra fáu fullmenntuðu kennara sem Ísland hafði á að skipa um
aldamótin. Um vorið sótti hún um að fá fast starf við Barnaskóla Reykjavíkur,
með sama kaup og þeir kennarar skólans aðrir sem höfðu kennarapróf. Kröfu
Halldóru var synjað. Því undi hún ekki en hélt aftur til Noregs þar sem hún
starfaði sem kennari til 1908, er hún var skipuð skólastjóri Barnaskólans á
Akureyri. Röggsemi stjórnandans Hall dóru var við brugðið þannig að hún
hlaut af því mótbyr, og svo fór að Halldóra sagði starfi sínu upp eftir 10 ár
þegar skólanefndarmenn vörðu hana ekki allir með tölu sem hún vildi eftir
að nafnlaust skammarbréf birtist í bæjarblaði.
Í ljósi þessarar forsögu konu, sem vildi vera sinn eigin herra með sjálf -
stæðan efnahag, er áhugavert að skoða hvaða viðtökur það fær að Halldóru
tekst að fá starf sitt að framgangi heimilisiðnaðar launað. Er sú óánægja sem
það vakti öðrum þræði vegna þess að kona hefur þar gengið inn á opinber-
an vettvang og þegið laun fyrir störf sem kvenhlutverkið skilgreindi sem
ólaunuð?
Að lokum má velta vöngum yfir því hvernig ýmsar hugmyndir hand-
verkshreyfinganna hafa staðist tímans tönn, þ.e. hvort þær eigi sér sam-
svörun í orðræðu okkar tíma? Þarna hef ég í huga ólíkar skoðanir á hand-
verki um aldamótin 1900, sem eru raktar á bls. 190 og sömuleiðis á bls. 193.
Þetta eru leiðarstef sem ég held að allt áhugafólk um handverk þekki úr
samtímanum, og væri ástæða til að draga fram að hugmyndir sem eru á
kreiki í dag eiga sér þannig langa sögu.
Ég þakka Áslaugu Sverrisdóttur fyrir það ágæta framlag til íslenskrar
menningarsögu sem Mótun hugmynda um íslenskt handverk 1850–1930. Áhrif
fjölþjóðlegra hugmyndahreyfinga er. Verkið er áhugavert og eins og góðu
fræðiriti sæmir vekur það margar spurningar, sem ég vona að verði til þess
að fleira fræðafólk veiti þessu fræðasviði þá athygli sem það verðskuldar.
andmæli 157
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 157