Saga


Saga - 2012, Page 181

Saga - 2012, Page 181
293). Þá er einnig góð umfjöllun þar sem rústirnar á Kirkjutúninu eru settar í víðara samhengi og fjallað um Skriðuklaustur sem hluta af íslenskum menningarheimi, bæði andlegum og veraldlegum, en einnig sem hluta af hinum kaþólska menningarheimi almennt (bls. 295–333). Er sú áhersla nokkur nýlunda, því í íslenskum klausturrannsóknum hefur gjarnan verið einblínt á þau hlutverk klaustranna sem lutu að menntun, bókiðju og fræðum en síður horft til íslensku klaustranna sem hluta af regluverki kaþólskrar kirkju. En eins og Steinunn greinir frá benda niðurstöður rann- sóknarinnar til þess að meginhlutverk klaustursins á Skriðu hafi verið „að líkna og þjóna almenningi, líkt og gert var í öðrum klaustrum af sömu reglu innan hins kaþólska heims“ og stofnunin því verið „griðastaður fyrir sjúka og aldraða, auk þess að vera miðstöð kristinnar menntunar og fræða“ (bls. 329). Þótt niðurstöður sem eru svo afmarkaðar í tíma og rúmi gefi varla til- efni til ályktana langt út fyrir túnfótinn á Skriðu setja þær spurningarmerki við ríkjandi hugmyndir og undirstrika mikilvægi þess að kafa frekar í sögu klaustranna á Íslandi. Heimildavinna er einnig ágæt. Steinunn leitar víða fanga og eins og fornleifafræðingum er tamt tvinnar hún saman heimildir af ólíkum toga, fornleifar og ritheimildir, landshætti og heimildir um veðurfar, gróður og fleira. Þó má nefna að á stundum er gengið fulllangt í að láta ólíka heim- ildaflokka tala einu máli. Ber þar helst að nefna umfjöllun um greftrun í klausturgarði og tilraunir höfundar til þess að nafngreina nokkra þá ein- staklinga sem þar hvíla (bls. 158–166). Óneitanlega er umfjöllunin þar frem- ur ósannfærandi og því óljóst hvert upplýsingagildi hennar er, þótt höf- undur greini raunar frá því að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið „að greina aldur grafanna í fjölskyldugrafreitunum tveimur austan kórs“ (bls. 158). Í ljósi þess má ennfremur spyrja hvort höfundur hefði í þessu sam- bandi mátt taka til gagnrýninnar umfjöllunar þá aðferðafræði sem beitt var við uppgröftinn, þ.e.a.s. hvort önnur aðferðafræði hefði e.t.v. getað auð - veldað afstæðar aldursákvarðanir grafa í kirkjugarðinum. Því skal ekki haldið fram hér, en um leið og alþýðlegt yfirbragð og uppsetning ritsins dregur á vissan hátt úr möguleikum til beinnar gagnrýni á niðurstöður rannsóknarinnar gefur sérstök umfjöllun höfundar um aðferðafræði henn- ar hins vegar kost á gagnrýni. Höfundur greinir í stuttu máli frá þeirri aðferðafræði sem beitt var við uppgröftinn (bls. 30–34) en víkur einnig orðum að því að hún hafi verið umdeild jafnt innan starfshópsins sem utan (bls. 33 og 335). Aðferðin, sem er að sögn höfundar ný, fólst í því að skipta rannsóknasvæðinu niður í aðgreind vinnusvæði sem síðan voru grafin í 5 cm þykkum lögum („teikni- lögum“) í láréttum fleti. Var aðferðin valin til þess m.a. „að einfalda túlkun á jarðlögum og halda skilgreindum fjölda þeirra í lágmarki“ (bls. 30), en „lagt var upp með að lítil sem engin túlkun færi fram meðan á uppgrefti stæði“ (bls. 30). Vísar það til þess að uppgraftaraðferðin sniðgengur túlkun ritdómar 179 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 179
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.