Saga - 2015, Síða 14
segir Benedikt svo um kveðskap sinn til Sigríðar: „svo gerði ég og
fleiri fæðingarkvæði til Sigríðar því ég hafði hana til að yrkja um þó
ég ekki væri hrifinn af henni til ástar en hún var svo fjörug og lífleg
að hún var fjörfiskur okkar allra sem þekktum hana.“3 eða eins og
segir í sjálfu afmæliskvæðinu: „Því verðum vér að þakka líka/þér,
sem nú öllu gleði býr;/þú ert sú praktugasta píka/prýðilegri en
tígrsidýr!/Páfuglarnir þitt prúða nafn/penti með fagurt litasafn“.4
Benedikt var því aðeins „skáldlega „forlyftur““ í Sigríði eins og öðru
kvenfólki, því hann sagðist ekki kvennamaður né flagari, svo sem
frægt er.5
Í þeim fáu bréfum Benedikts til Sigríðar sem varðveist hafa og
prentuð hafa verið fjallar hann um hagi sína og pólitík og lýsir van -
þóknun sinni á utanferðum þeirra eiríks, og síðar Ameríkuför
Sigríðar.6 Hann ræður henni frá „flakksystemi“ Íslendinga til stórra
borga, og spyr hvers vegna hún vilji dvelja þar sem hún hafi „enga
þýðingu“ og „verður svo vita ómerkileg, að hún er undir núlli.“7
Örkin með skrípamyndunum, sem líklegt verður að teljast að sé eftir
Benedikt, gæti verið eldri en hin bréfin sem varðveist hafa, en það
elsta af þeim er frá 1858.8 Það er eins og áður segir ekki heldur víst
hvort um sendibréf er að ræða eða krot afhent Sigríði þegar Bene -
dikt dvaldi fyrst í Reykjavík á árunum 1850–1857. Textinn og mynd-
efnið benda til þess tíma en sumar teikningarnar eru auk þess svo-
lítið bernskar og ekki til vitnis um þá kunnáttu sem Benedikt bjó yfir
síðar. Það má líka vel vera að höfundar mynda séu fleiri en einn. en
sigrún pálsdóttir12
3 Sama heimild, bls. 245.
4 Benedikt Gröndal, „Tólf álna langt og tírætt kvæði“, Rit I. Útg. Gils Guðmunds -
son (Hafnarfirði: Skuggsjá 1981), bls. 42.
5 Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 401.
6 eitt bréf Benedikts til Sigríðar fannst í rusli árið 1970. Það er dagsett í maí árið
1858 og skrifað frá kaupmannahöfn, langt og efnismikið. Sjá „Bréf til Sigríðar
e. Magnússon. Sverrir Tómasson bjó til prentunar“, Skírnir 148 (1974), bls.
172–185. Annað er birt í ritsafni Benedikts. Það er skrifað ári síðar frá Louvain í
Belgíu, sömuleiðis efnismikið og forvitnilegt. Sjá Benedikt Gröndal Sveinbjarnar -
son, „Til Sigríðar Magnússon. Louvain, apríl 1858“, Ritsafn v. Útg. Gils Guð -
mundsson (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1954), bls. 55–61.
7 Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, „Til Sigríðar Magnússon. Louvain, apríl
1858“, bls. 55 og 57.
8 Reyndar vísar Sverrir Tómasson í þriðja bréfið úr Lbs. 2192 a 4to og telur það
vera frá um 1860, en ekki er hægt að fullyrða hvort átt er við myndskreyttu örk-
ina. Sjá „Bréf til Sigríðar e. Magnússon. Sverrir Tómasson bjó til prentunar“, bls.
182.