Saga - 2015, Síða 41
felst ekki síst í að velja og hafna, ákveða hvaða staðreyndir skipta
meira máli en aðrar í því samhengi sem unnið er með hverju sinni,
og það er fyrst og fremst huglægt mat hans hvaða staðreyndir verða
fyrir valinu.89 Þá er það breytilegt frá einu sögulegu fyrirbæri til
annars hvaða staðreyndir — hvaða samhengi — skipta mestu máli.
Þær manneskjur sem fyrirfinnast í heimildunum upplifðu heiminn
umhverfis sig með ólíkum hætti. Þeir eiginleikar sem fræðimenn
ætla óhlutbundnum fyrirbærum á borð við þjóðfélagsstöðu einstak-
lings eru fyrir vikið aldrei altækir eða algildir.90 Samhengi er þess
vegna afstætt og að einhverju leyti einstaklingsbundið.91
Hið sögulega samhengi er því hugsmíð — sem þýðir alls ekki að
það sé hreinn eða frjáls uppspuni. Það er sett saman úr staðreynd -
um sem finnast í heimildum og má ætla að eigi sér einhverja stoð í
einhvers konar veruleika úr fortíðinni. Að setja atburði í sögulegt
samhengi má því líta á sem sköpunarferli byggt á sögulegum heim-
ildum og þeim rökstuddu ályktunum sem fræðimaðurinn dregur af
þeim annars vegar og skapandi úrvinnslu hans á efninu í rökrænt
frásagnarform hins vegar.92 Það byggist á samspili túlkunar og stað -
reynda og það er á þeim grundvelli sem hægt er að tala um mikil-
stílfært og sett í samhengi 39
89 Nánari umfjöllun má finna hjá Sebastian olden-Jørgensen, „Fakta, fortolkning
og fortælling. om narrativitet og historisk videnskab“, Fortid og Nutid 4/2001,
bls. 295–305.
90 Það þýðir þó ekki að slíkir eiginleikar geti ekki verið mikilvæg viðfangsefni
fræðimanna.
91 enski sagnfræðingurinn Carolyn Steedman hefur í athyglisverðri bók rann-
sakað líf vinnukonu hjá presti nokkrum í ensku sveitahéraði á síðari hluta 18.
aldar. Steedman komst að raun um að afar fátt af því sem þótti í sagnrituninni
sjálfgefið í sögulegu samhengi vinnukvenna á 18. öld og varðaði samband
þeirra við húsbændur sína, tilfinningalíf þeirra og dagleg störf passaði í þessu
tiltekna tilviki. Hún dregur þó ekki neinar ályktanir út frá því um hver staða
vinnukvenna á þessum stað og á þessum tíma hafi „raunverulega“ verið
heldur undirstrikar að það sé engin leið að vita hvort líf og reynsla þessarar
vinnukonu og samband hennar við húsbónda sinn hafi verið undantekning
eða ekki. Hennar sögulega samhengi var sérstakt (en ekkert endilega einstakt)
og krafðist þess að Steedman rannsakaði það sem slíkt. Carolyn Steedman,
Master and Servant. Love and Labour in the English Industrial Age (Cambridge:
Cambridge University Press 2007).
92 Jafnvel hinn einarði póstmódernisti Alun Munslow margítrekar þennan
greinar mun á störfum skáldsins, sem getur skapað samhengi sitt að vild, og
fræði mannsins, sem er bundinn af staðreyndum heimildanna. Sjá A History of
History, bls. 21, 23, 44–45, 61, 64, 66, 71, 95, 103–104, 112 og 117.