Saga - 2015, Blaðsíða 49
ankorítar og hermítar á íslandi 47
erni og helga sig einlífi með Guði. Í fyrstu voru það aðeins karlar
sem kusu einsetu að lífsmáta en er leið á kristinn tíma varð algengt
að konur, einkum af efri stéttum, kysu hana einnig. einsetulifnaður
greindist snemma í tvær megingerðir, hermítisma (e. eremitism) og
ankorítisma (e. anchoritism) en það sem greinir á milli þeirra eru
fyrst og fremst búsetuhættirnir. Þeir sem lifðu samkvæmt hermít-
isma voru hreyfanlegir og sýnilegir innan samfélags síns á meðan
þeir sem kusu ankorítisma voru það ekki.3
Lengi vel lögðu fræðimenn áherslu á að greina uppruna og
útbreiðslu einsetulifnaðar innan áhrifasvæða Rómakirkju en hin
síðustu ár hefur sjónum í ríkara mæli verið beint að ástæðum þess að
fólk valdi að draga sig í hlé frá veraldlegu líferni og gerast hermítar
eða ankorítar. Fræðimenn hafa bent á að ástæðurnar megi rekja til
sambúðarreglna á miðöldum sem byggðust ekki aðeins á gagnkyn-
hneigðarhyggju heldur umfram annað á pólitískum eða efnahagsleg-
um hagsmunum.4 konur, jafnvel ungar stúlkur, voru gefnar af hags-
munalegum ástæðum í sambúð eða hjónaband með karlmönnum
sem að sama skapi kynnu að hafa kosið sér annan ráðahag. kaþólska
kirkjan bauð hins vegar ein trúarlegra stofnana upp á undankomu -
leið frá sambúð, hjónabandi eða jafnvel ofsóknum, vegna trúar -
skoðana eða kynhneigðar, í gegnum klaustrin eða einsetuna og naut
fólk sem kaus sér slíkt líferni friðhelgi sem var viðurkennd af sam-
félaginu í kring. Í lögum kristinna samfélaga á kaþólskum tíma í
evrópu, þ.á m. Grágás, var ákvæði þess efnis að ekki mætti neyða
konu í sambúð hefði hún þegar kosið að gerast nunna.5
3 Francis D. S. Darwin, The English Medieval Enclosure (London: Society for pro-
moting Christian knowledge 1934), bls. 1–4; Roberta Gilchrist, Gender and
Material Culture. The Archaeology of Religious Women (London and New york:
Routledge 1994), bls. 182–186; Rotha Mary Clay, Hermites and Anchorites of
England. Ritstj. Philip Campell (Howel: Chruachan Hill Press 2014), bls. 3–6.
4 Auður Magnúsdóttir, Frillor og fruar. Politik och samlevnad på Island 1120–1400
(Göteborg: Göteborgs universitet 2001); Liz Herbert McAvoy, „Introduction“,
Anchoritic Traditions of Medieval Europe. Ritstj. Liz Herbert McAvoy (Wood bridge:
Boydell Press 2010), bls. 9–10; Ruth M. karras, „Marriage and the Creation of
kin in the Sagas,“ Scandinavian Studies 75 (2003), bls. 473–490.
5 James A. Brundage, Law, Sex, and Christian Society in Medieval Europe (Chicago:
University of Chicago Press, 1987); Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjóna-
sængur. Öðruvísi Íslandssaga (Reykjavík: Mál og menning 1995), bls. 41–48;
Grágás. Útg. Gunnar karlsson, kristján Sveinsson og Mörður Árnason (Reykja -
vík: Mál og menning 1992), bls. 109.