Saga - 2015, Side 57
ankorítar og hermítar á íslandi 55
Áberandi er einnig að þeir sem höfðu farið í pílagrímagöngu
völdu sér síðar einsetu, jafnt hermítisma og ankorítisma, sem lífs-
form.22 Í upphafi miðuðust pílagrímsferðirnar eingöngu við iðrun-
argöngur til helgra staða úr Biblíunni en síðar meir jafnframt til ann-
arra kristinna staða, eins og til dæmis erkibiskupsstóla, klaustra eða
jafnvel staða sem kenndir voru við dýrlinga eða landsvæði23 sem á
hvíldi sérstök helgi.24 Talið er nær öruggt að nokkur fjöldi Íslend -
inga hafi farið í pílagrímsferðir til helgra staða í evrópu á mið -
öldum. Svo dæmi sé tekið eru nöfn 39 íslenskra pílagríma, karla og
kvenna, rituð í gestabók hins fornfræga klausturs á eynni Reichenau
á Bodenvatni í Suður-Þýskalandi. Það var viðkomustaður á leiðinni
til Rómar.25
Í þessu sambandi er rétt að leiða hugann að hinu flókna ferli
kristnivæðingarinnar sem svo sannarlega byggðist ekki á einhliða
fyrirskipunum, með lagaboðum frá Rómakirkju, heldur mótaðist
með gagnvirkum hætti af íbúum evrópu. einsetufólk, trúboðar, far-
andbiskupar eða aðrir, sem höfðu tileinkað sér kristna trú, stuðluðu
að sama skapi ekki aðeins að útbreiðslu kristinnar þekkingar heldur
tóku þeir sjálfir einnig þátt í mótun hennar í gegnum samskipti sín
við aðra evrópubúa. Þá hlýtur lífsmáti þeirra að hafa vakið umræðu
um kosti og lesti kristinnar hugmyndafræði. og enda þótt Róma -
kirkja hafi með stofnanavæðingu sinni leynt og ljóst náð að byggja
22 Gabriela Signori, „Anchorites in German-speaking Regions“, bls. 58.
23 Um miðja 9. öld varð einmitt til á Írlandi pílagrímaleið byggð á goðsagna-
kenndum trúboðsferðum sæfarans Sankti Brendans á húðkeip um N-
Atlantshaf, þ.m.t. til Íslands og Færeyja, þegar írskir einsetumenn hófu að feta
í fótspor hans nærri þremur öldum eftir andlát hans. Reyndu þeir jafnframt að
líkja eftir ferðalögum hans með því að fara sömu leiðir og hann fór og í sam-
skonar smábátum og sagt er að hann hafi ferðast í. Þegar minnst er á írska ein-
setumunka — papa — hér á landi er átt við þennan tiltekna hóp pílagríma, en
óvíst er að þeir hafi verið einsetumenn. Sjá t.d. Paul Lane, „The Archaeology
of Christianity in Global Perspective“, bls. 173–174; Peter Harbison, „The early
Irish Pilgrim Archaeology in the Dingle Peninsula“, World Archaeology (1994)
26:1, bls. 90–103; Diana Welsh Pasulka, Heaven Can Wait, bls. 36–38.
24 Diana Webb, Pilgrims and Pilgrimage in the Medieval West (London og New
york: I.B. Tauris Publishers 1999), bls. 11–28; Diana Welsh Pasulka, Heaven Can
Wait. Purgatory in Catholic Devotional and Popular Culture (oxford: oxford
University Press 2015), bls. 79–81.
25 DI I: 1857, bls. 170–171; einar Arnórsson, „Suðurgöngur Íslendinga í fornöld“,
Saga II:1 (1954), bls. 1–45; Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju“, bls.
349–351.