Saga - 2015, Side 66
steinunn kristjánsdóttir64
Hildi og Guðrúnu þá í fullum skrúða með bagal sinn og rak upp-
vakningana burtu.54 Hlutverk Hildar í báðum sögunum undir -
strikar tengsl við Jón biskup Ögmundsson í lífi og dauða.
Frásagnirnar allar benda eindregið til þess að Hildur hafi verið
ankoríti.55 er það einkum hin fasta búseta hennar við dómkirkju
sem ýtir undir þessa skilgreiningu en ekki síst það að hún hafi
gengið í gegnum prófraun áður en leyfi til einsetu var veitt. Þá
sinnti hún samfélagsskyldum í kofa sínum. Hildur kann því að vera
ein af þeim konum sem kusu að halda sig utan við hjúskap með því
að gerast ankoríti ung að árum. Þegar Hildur situr í einsetu á
Hólum ákveður önnur kona, áðurnefnd Gróa Gissurardóttir Ísleifs -
sonar biskups, að gerast einsetukona við biskupsstólinn í Skál -
holti.56 Hún var lengst af eiginkona ketils Þorsteinssonar biskups á
Hólum. ketill og Gróa áttu einn son, prestinn Runólf.57 Ganga má
út frá því vísu að samband þeirra hafi að grunni til verið byggt á
pólitískum hagsmunum, rétt eins og annarra háttsettra embættis-
manna og höfðingja þessa tíma í evrópu.58 Það var sumsé eftir lát
ketils árið 1145 að Gróa gerðist einsetukona í Skálholti, en sjálf lést
hún aðeins sjö árum síðar svo einsetulíf hennar varð ekki langt.
einseta hennar við biskupsstól bendir til þess að hún hafi verið
ankoríti. Þá er svo að skilja sem hún hafi ekki kosið áframhaldandi
líf sem fylgikona annars manns eftir lát ketils, en algengt var að
konur úr efri stéttum samfélagsins væru ekki aðeins gefnar einu
54 Biskupasögur I, bls. 248–252. Þóra kristjánsdóttir, „A Nocturnal Wake at Hólar.
The Judgement Day Panels as a Possible explanation for a Miracle Legend?“,
The Nordic Apocalypse. Ritstj. Terry Gunnell og Annette Lassen (Turnhout:
Brepols 2013), bls. 225–228.
55 Þóra kristjánsdóttir telur að Hildur hafi verið hermíti auk þess að vera kirkju-
kerling sem sat yfir líkum fólks í Hóladómkirkju. Sjá Þóra kristjánsdóttir, „A
Nocturnal Wake at Hólar. The Judgement Day Panels as a Possible explana -
tion for a Miracle Legend?“, bls. 353–354. ekkert í sögum af Hildi bendir til
slíks. Þá telur Hjalti Hugason að Guðrún kirkjukerling kunni einnig að hafa
verið einsetukona á Hólum. Sjá Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf
kirkju“, bls. 353.
56 Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju“, bls. 353–354.
57 Biskupasögur II, bls. 19–21 og 36.
58 Auður Magnúsdóttir, Frillor og fruar. Politisk samlevnad på Island 1120–1400;
Auður Magnúsdóttir, „Móðir, kona, meyja. Um karlalegar konur og kynlausar
meyjar á miðöldum“, bls. 83–92; Ruth M. karras, Unmarriages. Women, Men,
and Sexual Unions in the Middle Ages, bls. 114–148. Guðrún Ósvífursdóttir og
Guðríður Þorbjarnardóttir eru líka dæmi um slíkt hérlendis.