Saga - 2015, Page 70
steinunn kristjánsdóttir68
nafngreindir eru í innlendum frásögnum hafi verið til í raun og veru
eða hvort frásagnir af þeim séu sannar eða ekki, heldur er litið svo
á að þær endurspegli öðru fremur viðhorf til raunveruleikans á
miðöldum og þekkt minni úr stærra samfélagslegu samhengi. Þó er
vitað með vissu að Gróa Gissurardóttir var til og að líkindum Hild -
ur, Úlfrún, ketilbjörg og katrín líka, en minna er vitað um sannleiks-
gildi frásagna af þeim að öðru leyti. Þá endurspeglar saga Mána
hins kristna vel líf einsetukarla eins og það almennt var á hans tím-
um í evrópu. og það að Guðríður hafi farið í suðurgöngu áður en
hún gerðist einsetukona minnir sömuleiðis á sögu margra annarra
evrópskra einsetukvenna sem fóru í pílagrímsgöngu áður en þær
tóku ákvörðun um einlífi. Það sama má segja um Hildi á Hólum en
lífshlaup hennar er mjög áþekkt lífi annarra einsetukvenna í evrópu
á miðöldum. Ýmsir þættir í frásögnunum af henni benda jafnframt
til þess að einsetan hafi verið viðurkennd undankomuleið hennar
frá því að vera gefin í sambúð eða hjónaband. Hún leitaði ásjár bisk-
ups sem veitti henni friðhelgi með einsetu, enda var um hennar
daga ekkert nunnuklaustur starfandi hérlendis sem hún hefði getað
leitað til. vel má vera að Gróu biskupsekkju hafi ekki hugnast held -
ur að kvænast á ný og hún því kosið einsetuna, rétt eins og Hildur.
Hennar beið, eins og annarra stúlkna og kvenna í evrópu á miðöld-
um, að gerast frilla eða fylgikona eða vera óspurð gefin í hjónaband
eða sambúð til barneigna og um leið til eflingar hagsmunatengsla.
katrín nunna, sem síðar var abbadís í Reynistaðarklaustri, er
síðasti ankorítinn sem getið er um í innlendum heimildum, en eftir
að klausturlifnaður náði fótfestu hérlendis á 13. öld eru ekki frekari
spurnir af fólki sem kaus einsetu að lífsmáta. Líklegt er að klaustrin
hafi almennt tekið við þeim sem svo kusu fremur en að ganga í
hjónaband eða gerast frillur og fylgikonur, enda hefur hlutverk
klaustranna sem athvarfs fyrir alla þurfandi ætíð verið skýrt. Sumir
borguðu með sér en aðrir greiddu fyrir veru sína í klaustrinu með
vinnuframlagi af ýmsu tagi. Hvað sem því líður sýnir þessi saman-
tekt að rannsóknir á einsetulifnaði kunna að skipta miklu máli fyrir
sögu kvenna og viðhorfs til þeirra og einnig til annarra minnihluta-
hópa, þ.á m. samkynhneigðra, á miðöldum.