Saga - 2015, Side 89
úr Reykjavík, og Gunnlaugur Halldórsson, nemi í arkitektúr, skiptu
með sér öðrum verðlaunum. Niðurstaða samkeppninnar þótti sýni-
lega ekki nógu góð eins og fram kemur í svari Héðins valdimars -
sonar við fyrirspurn nokkurra félaga í Byggingarfélagi verkamanna,
í Alþýðublaðinu 31. janúar 1931, þar sem m.a. segir:
Teikningar þær, sem dómnefnd fékk …, fengu engar fyrstu verðlaun og
þótti dómnefnd þær ekki viðunandi. Til þess að hægt verði að byggja
á vori komanda, ef fé fengist, virtist félagsstjórn því nauðsynlegt að fara
fram á við atvinnumálaráðherra, að hann mælti svo fyrir, að húsameist-
ari ríkisins léti gera fullnaðarteikningar af fyrirhuguðum verkamanna-
bústöðum á því svæði sem þá skyldi byggja á.28
Af tilvitnuðum heimildum verður ekki ráðið hvernig dómnefnd rök-
studdi niðurstöður sínar en það virðist mótsagnarkennt að verðlauna
tillögur sem ekki þykja viðunandi. engin föst regla er um hvernig
fara skuli að við val á hönnuðum eftir hugmynda sam keppni en að
jafnaði er talið rétt að leita samninga við verðlauna hafa. Hvernig stóð
á því að ekki mátti þá þegar láta reyna á útfærslu Gunnlaugs og lag-
færa þau atriði sem voru óviðunandi? Gunnlaug ur Halldórsson var
að vísu enn nemi í húsagerðarlist við Dönsku lista akademíuna,
aðeins 21 árs að aldri, en á þessum árum var algengt að menn sem
ekki höfðu lokið prófi í byggingarlist hönnuðu hús og reynsluleysi
ungs hönnuðar mátti vissulega bæta upp með því að gera honum
skylt að taka upp samstarf við reyndan hönnuð. Spurningunni hér á
undan er erfitt að svara þar sem heimildir um rökstuðning dóm-
nefndar eru ekki fyrir hendi. eftir stendur sú staðreynd að árið 1930
var kominn fram ungur íslenskur hönnuður sem hafði færni til þess
að hanna hús í anda fúnksjónalismans og dómnefnd hafði veitt slíku
verki verðlaun. Sú fádæma niðurstaða varð síðan að til verksins var
valinn einn þriggja manna úr dómnefnd. Guðjón Samúelsson og
einar erlendsson, þá starfsmaður hjá húsameistara, voru fengnir til
að hanna fyrstu tvo áfanga verka manna bústaða við Hringbraut, þ.e.
ferninginn utan um innigarðinn milli Bræðraborgarstígs og Hofs -
vallagötu. einar áritaði fyrsta hlutann, næst Bræðraborgarstíg, en
Guðjón þann austari, næst Hofs valla götu.29
félagslegar íbúðir og fagurfræðileg sýn 87
28 „verkamannabústaðirnir“, Alþýðublaðið 31. janúar 1931, bls. 2.
29 Páll v. Bjarnason og Drífa kristín Þrastardóttir, „Húsakönnun. verkamanna -
bústað irnir við Hringbraut“, bls. 13. Sjá einnig Byggingarfulltrúinn í Reykja -
vík, uppdráttasafn.