Saga - 2015, Page 93
búast við að þriðji áfangi yrði byggður á sömu nótum, eftir upp-
dráttum sömu hönnuða, en svo fór þó ekki.
vera má að forvígismönnum verkamannabústaða hafi hugnast
samkeppnistillögur Gunnlaugs allt frá fyrstu gerð en hvorki þeir né
ríkisstjórnin, sem bar ábyrgð á vali hönnuða, hafi séð færi á að nýta
sér þjónustu hans fyrr en þarna var komið. ef litið er á verðlaunaða
tillögu Gunnlaugs verður ekki betur séð en að hún standist ágæt -
lega samjöfnuð við fyrstu tvo áfangana. Grunn- og útlitsmyndir úr
tillögu Gunnlaugs eru birtar hér (mynd 9) og grunnmynd af þriggja
herbergja íbúð á Hofsvallagötu 20 er lögð með til samanburðar
(mynd 10). Athygli vekur hversu lík útfærsla Guðjóns og einars er
tillögu Gunnlaugs. eldhús, baðherbergi og svefnherbergi eru eins
staðsett. Í stað klefans framan við baðherbergi kemur gangstubbur
og fatahengi.33 Byggt hús er lítið eitt grynnra en tillagan en íbúðin
samt stærri á langveginn, þannig að koma má fyrir tveimur sam-
liggjandi herbergjum við inngangshlið. Svalir fyrir íbúðir efri hæðar,
yfir inngangi eins og Gunnlaugur lagði til, hefðu verið góður kostur
en ekki voru byggðar einkasvalir í verkamannabústöðunum. Af
þessum samanburði verður ekki séð hvað var ófullnægjandi, ekkert
sem ekki mátti bæta í venjulegu hönnunarferli frá hugmynd að
útfærslu.
Þegar hér var komið sögu hafði Gunnlaugur Halldórsson lokið
námi og á þeim fáu árum sem liðin voru frá samkeppninni hafði
hann þegar sýnt hvað í honum bjó.34 Fúnksjónalisminn var orðinn
mönnum kunnari en hann var hálfum áratug fyrr, Bauhausskólinn
í Weimar orðinn áhrifamikil stofnun á heimsvísu og frumkvöðlar
hans og margir aðrir framsæknir arkitektar í evrópu höfðu miðlað
mönnum af nýrri sýn sinni á formsköpun. Hafi forráðamenn verka-
mannabústaða viljað fá Gunnlaug til verka í þriðja áfanga gátu þeir
farið fram á að atvinnumálaráðherra mælti svo fyrir að Gunnlaugur
gerði fullnaðarteikningar af fyrirhuguðum verkamannabústöðum.
Atvinnumálaráðherra var Haraldur Guðmundsson, samflokks mað -
ur og samstarfsmaður Héðins valdimarssonar, og reikna má með að
afstaða þeirra hafi farið saman.35
félagslegar íbúðir og fagurfræðileg sýn 91
33 Tækniklefi af þessu tagi var óþarfur þar sem fjarhitun í húsalengjunni sá
íbúðum fyrir heitu vatni.
34 Pétur H. Ármannsson, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt, bls. 33–41.
35 Haraldur var ritari á fyrri stofnfundi Byggingarfélags verkamanna (eins og það
hét í upphafi, síðar Byggingarfélag alþýðu). Sjá áðurnefndar fundargerðir
Byggingarfélags alþýðu.