Saga


Saga - 2015, Síða 93

Saga - 2015, Síða 93
búast við að þriðji áfangi yrði byggður á sömu nótum, eftir upp- dráttum sömu hönnuða, en svo fór þó ekki. vera má að forvígismönnum verkamannabústaða hafi hugnast samkeppnistillögur Gunnlaugs allt frá fyrstu gerð en hvorki þeir né ríkisstjórnin, sem bar ábyrgð á vali hönnuða, hafi séð færi á að nýta sér þjónustu hans fyrr en þarna var komið. ef litið er á verðlaunaða tillögu Gunnlaugs verður ekki betur séð en að hún standist ágæt - lega samjöfnuð við fyrstu tvo áfangana. Grunn- og útlitsmyndir úr tillögu Gunnlaugs eru birtar hér (mynd 9) og grunnmynd af þriggja herbergja íbúð á Hofsvallagötu 20 er lögð með til samanburðar (mynd 10). Athygli vekur hversu lík útfærsla Guðjóns og einars er tillögu Gunnlaugs. eldhús, baðherbergi og svefnherbergi eru eins staðsett. Í stað klefans framan við baðherbergi kemur gangstubbur og fatahengi.33 Byggt hús er lítið eitt grynnra en tillagan en íbúðin samt stærri á langveginn, þannig að koma má fyrir tveimur sam- liggjandi herbergjum við inngangshlið. Svalir fyrir íbúðir efri hæðar, yfir inngangi eins og Gunnlaugur lagði til, hefðu verið góður kostur en ekki voru byggðar einkasvalir í verkamannabústöðunum. Af þessum samanburði verður ekki séð hvað var ófullnægjandi, ekkert sem ekki mátti bæta í venjulegu hönnunarferli frá hugmynd að útfærslu. Þegar hér var komið sögu hafði Gunnlaugur Halldórsson lokið námi og á þeim fáu árum sem liðin voru frá samkeppninni hafði hann þegar sýnt hvað í honum bjó.34 Fúnksjónalisminn var orðinn mönnum kunnari en hann var hálfum áratug fyrr, Bauhausskólinn í Weimar orðinn áhrifamikil stofnun á heimsvísu og frumkvöðlar hans og margir aðrir framsæknir arkitektar í evrópu höfðu miðlað mönnum af nýrri sýn sinni á formsköpun. Hafi forráðamenn verka- mannabústaða viljað fá Gunnlaug til verka í þriðja áfanga gátu þeir farið fram á að atvinnumálaráðherra mælti svo fyrir að Gunnlaugur gerði fullnaðarteikningar af fyrirhuguðum verkamannabústöðum. Atvinnumálaráðherra var Haraldur Guðmundsson, samflokks mað - ur og samstarfsmaður Héðins valdimarssonar, og reikna má með að afstaða þeirra hafi farið saman.35 félagslegar íbúðir og fagurfræðileg sýn 91 33 Tækniklefi af þessu tagi var óþarfur þar sem fjarhitun í húsalengjunni sá íbúðum fyrir heitu vatni. 34 Pétur H. Ármannsson, Gunnlaugur Halldórsson arkitekt, bls. 33–41. 35 Haraldur var ritari á fyrri stofnfundi Byggingarfélags verkamanna (eins og það hét í upphafi, síðar Byggingarfélag alþýðu). Sjá áðurnefndar fundargerðir Byggingarfélags alþýðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.