Saga - 2015, Síða 102
ing og viðtekin viðhorf framar öðru. Þetta er þó ekki ófrávíkjanlegt
því höfundar hafa ákveðið frjálsræði sem ákvarðast af samspili
ríkis valds, markaðar (útgefenda), skólasamfélagsins og jafnvel fleiri
aðila (foreldra, fjölmiðla). Í „skjóli“ ríkisvaldsins geta einnig sprottið
fram róttækir straumar, sem ganga gegn sameiginlegum minning -
um (eða því sem einhverjir aðilar halda fram sem slíkum minning-
um), þó framgangur þeirra geti að vísu verið fallvaltur.4 Hitt getur
einnig gerst, að námsefnið haltri á eftir tíðarandanum vegna skorts
á fjármagni eða annarra ástæðna.
Aleida Assmann viðurkennir að sögukennslubækur hafi margar
orðið gagnrýnni hin seinni ár og tekið upp víðara sjónarhorn en
áður, horft út fyrir takmarkanir þjóðríkisins.5 kennslubækur í sögu
má því vissulega nota til að efla gagnrýna hugsun.6 Guðmundur
Hálfdanarson hefur gengið svo langt að segja, með vísan í aðalnám-
skrá grunnskóla á Íslandi frá 1999, að sögukennsla hafi „horfið frá
því að framleiða minningar yfir í að kenna börnum sagnfræði“.7
Þetta er áhugaverð tilgáta og ekki er ótrúlegt að hlutur sagnfræði
hafi aukist í aðalnámskrá en áherslan á minningar er þó ekki horfin.
Það kemur m.a. fram í efnisvalinu í námskránni, þar sem gert er ráð
fyrir að nemendur kynnist þjóðartáknunum á yngsta stigi og á
seinni stigum eru Snorri Sturluson og Jón Sigurðsson enn í heiðurs-
sæti. Að vísu má segja að gert sé ráð fyrir að þær sögupersónur séu
kannaðar með nokkuð gagnrýnum huga.8 Í nýrri aðalnámskrá sam-
félagsgreina í grunnskólum (2013) eru ákveðin þjóðartákn hins
vegar horfin og í staðinn er fjölhyggjan ríkjandi: „við lok 7. bekkjar
þorsteinn helgason100
4 Sjá Þorstein Helgason, „Inntak sögukennslu“ , Uppeldi og menntun (1998), bls.
37–67, og rit sem þar eru talin.
5 Aleida Assmann, „Transformations between History and Memory“, bls. 70.
6 Þorsteinn Helgason, „Critical Thinking and the Textbook in History: an odd
Couple?“, Opening the Mind or Drawing Boundaries? History Texts in Nordic
Schools (Göttingen: v&R unipress 2010), bls. 163–184; Þorsteinn Helgason, „kjöl -
festa eða dragbítur? Gagnrýnin hugsun og kennslubækur í sögu“, Netla (2011).
http://netla.khi.is/greinar/2011/ryn/005.pdf.
7 Guðmundur Hálfdanarson, „Sameiginlegar minningar og tilvist íslenskr ar
þjóðar“, 2. íslenska söguþingið 30. maí–1. júní 2002. Ráðstefnurit 2 (Reykja vík:
Sagn fræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands, Sögufélag 2002),
bls. 302–318, hér bls. 316.
8 Aðalnámskrá grunnskóla. Samfélagsgreinar. ([Reykjavík]: Menntamálaráðu neytið
1999).