Saga - 2015, Síða 125
Myndina af Þórunni tók Johan Holm Hansen sem dvaldi á
Austurlandi sumarið 1867.4 eins og Inga Lára Baldvinsdóttir hefur
bent á í bók sinni um Sigfús eymundsson ljósmyndara var um þetta
leyti mjög í tísku að safna visit-kortum, ljósmyndum, í ljósmynda-
albúm, sem þá voru tiltölulega ný uppfinning.5 Það voru ekki að -
eins heldri íbúar Reykjavíkur sem söfnuðu myndum í albúm því í
janúar 1867 skrifaði Sigríður Páli bróður sínum: „af þvi eg er dálítid
ad fylgja tímanum þá á eg þessa götóttu bók sem fólkid kallar
albúm enn aungva mindina i hana nú lángar mig helst til ad eíga
mindir af gömlu fólki og helst þeim sem mjer er vel vid enn þori
aungvan ad bidja“.6 eins og ætíð áður brást Páll vel við beiðni
systur sinnar og sendi mynd af sér og hefur sjálfsagt útvegað henni
myndir af fleirum. Hann skiptist oftar en Sigríður á bréfum við
Þórunni systur þeirra austur á Hallfreðarstöðum og hefur kannski
orðað mynd við hana því hún sendi Sigríði mynd af sér í bréfi síðla
sumars eða haustið 1867, vafalaust eins og þá sem barst mér rafrænt
yfir hafið. Sigríður skrifar Páli glöð þá um haustið og segir Þórunni
„furðu fallega“ (Þórunn varð 56 ára þetta ár) og bætir við að séra
Skúli Gíslason, tengdasonur hennar á Breiðabólstað, segi að Þór unn
„sé ekki eins íllileg, eins og eg“.7 Hlýtt var á milli Sigríðar og Skúla,
það sést vel í bréfum, en alltaf stutt í skensið.
Myndin af Þórunni mun birtast í bók sem ég er að skrifa um ævi
og bréf Sigríðar Pálsdóttur en þar verður ekki sagt frá því hvaða
áhrif þessi ljósmynd hafði á sagnfræðinginn, mig, og hvaða hug-
renningar hún kveikti. eða hvað? er ástæða til þess að við sagn -
fræðingar gerum meira af því að skrifa okkur sjálf inn í rannsóknar -
niðurstöður okkar, um það hvernig við komumst að niðurstöðu,
hvernig við veljum eða höfnum heimildum? Hvað það er sem hefur
áhrif á okkur og þar af leiðandi á niðurstöður rannsókna okkar? Hér
á eftir mun ég ræða ferð mína til fortíðar, einkum í samhengi við
yfirstandandi rannsókn á ævi Sigríðar Pálsdóttur, og flétta saman
við fræðilega umfjöllun um ævisögur, tilfinningar og stöðu sagn -
fræðingsins í verki sínu. Ég byggi einnig á langri reynslu af því að
nota sendibréf við rannsóknir mínar en ég hef áður rætt um sam-
ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn 123
4 Inga Lára Baldvinsdóttir til höfundar í tölvupósti 17. febrúar 2014.
5 Inga Lára Baldvinsdóttir, Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar
ljósmyndunar (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2013), bls. 25–26.
6 Lbs. 2413 a 4to. Bréf: Sigríður Pálsdóttir til Páls Pálssonar 13. janúar 1867.
7 Lbs. 2413 a 4to. Bréf: Sigríður Pálsdóttir til Páls Pálssonar 5. október 1867.