Saga - 2015, Síða 152
Ég rak augun í þessa lýsingu þegar ég var að lesa doktorsrit Sumarliða
Ísleifssonar sem hér er til umfjöllunar. Þetta er ekki ólíkt ýmsum lýsingum
á Íslandi og Grænlandi frá fyrri öldum sem þar er greint frá. Sumarliði
fjallar um ímyndir Íslands og Grænlands á 750 ára tímabili í doktorsriti sínu,
eða frá um 1100 og fram um miðja 19. öld. vísar hann m.a. til þess að margir
ferðalangar fyrri alda sem komu til Íslands hafi verið óvissir um hvar þeir
væru niðurkomnir og talið sig vera á mörkum hins þekkta og hins óþekkta
(bls. 174). Greinilega væri hægt að lengja það tímabil fram á 21. öldina.
Ritið Tvær eyjar á jaðrinum er afar áhugavert verk þar sem tekið er fyrir
langsnið á hugmyndasöguna, greinandi samanburður á ytri ímyndum og
framandleika Ísland og Grænland, þessara tveggja stóru eyja í Norður-
Atlantshafi, og þær settar í samhengi við sýn evrópubúa á „norðrið“. Hér
er á ferðinni vönduð og skipuleg rannsókn sem varpar nýju ljósi á langt
tímabil í hugmyndasögu um Ísland og Grænland, auk þess sem saman-
burðarsjónarhorni er beitt til að dýpka þá mynd sem yfirlitsrit og ferða -
lýsingar gefa af eyjunum tveimur. Aðferðir og kenningarleg nálgun er að
meginhluta til út frá ímyndarfræðum (e. imagology), þar sem orðræða og
myndefni eru greind, en einnig út frá nýlendufræðum til að kanna hug-
myndir um eyjarnar tvær (bls. iii og 13–32). Brugðið er upp nýrri og ferskri
sýn á hugmyndasögulegar staðalímyndir og hvernig þær hafa orðið til,
bæði í tíma og rúmi. Í víðara samhengi er viðfangsefni ritsins að leita svara
við því hver við erum og þá hvers vegna. og svo vitnað sé beint til Sumar -
liða, þá segir hann þetta um afmörkun rannsóknarinnar: „Meginrann -
sóknar spurningar þessa verks eru hvernig ytri ímyndir Íslands og Græn -
lands hafi orðið til og hver séu helstu einkenni þeirra. eru ímyndir þessara
tveggja landa svipaðar eða ef til vill af andstæðum toga? Hvað sameinar og
hvað aðgreinir og hvers vegna? Hafa hugmyndir um þessi lönd ef til vill
sérstöðu í samanburði við önnur lönd í norðri og ef svo er þá hvers vegna?“
(bls. 1–2).
Rannsóknarspurningunum er fylgt eftir með því að skoða hvort og
hvernig tilteknir þættir hafi haft áhrif á lýsingar á Íslandi og Grænlandi.
Skýru samanburðarsjónarhorni er beitt á tvo flokka rita, yfirlitsrit og
lýsingar ferðalanga, auk þess sem myndefni er nýtt sem heimildir. Birtingar -
form ímynda er skoðað og hvernig orðræðan hefur mótast. Grunnhugtök
rannsóknarinnar eru ímyndir og framandleiki. orðræðugreiningin er síðan
byggð á nokkrum hugtakapörum: valdi og valdaleysi, miðju og jaðri, norðri
og suðri og útópíu og andstæðu hennar, dystópíu. Auk ímyndarfræða er
framandleikinn skoðaður með hliðsjón af nýlendustefnu og nýlenduhyggju
(bls. 3–4).
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mikillar tvíhyggju gæti í ytri
ímyndum þessara eyja í Norður-Atlantshafi, Íslands og Grænlands. Lengst
af hafi neikvæðu ímyndirnar verið fyrirferðarmeiri, hið illa norður verið
ráðandi hugmynd. Jákvæð og björt ímynd hafi þó einnig verið til (bls. 230).
andmæli150