Saga - 2015, Qupperneq 155
landfræðilegs eðlis, bókmenntatextar og umræða um bókmenntir, landshagi
og náttúru“. Síðan bætir hann við að valið byggist einkum á að velja texta
og myndir „þar sem hugmyndir og viðhorf um aðra birtast skýrt og hefur
verið miðlað til hópa lesenda“ (bls. 5). Þessi afmörkun, að leita að ytri
ímyndum, segir doktorsefni að útiloki skýrslur af margvíslegu tagi, svo sem
rit um efnahag, jarðfræði, tungumál og fleira. Hann notar hugtakið „ferða -
lýsing“ eða „frásagnir sjónarvotta“ um þennan seinni flokk heimilda (bls.
5–6).
Höfuðáhersla er lögð á höfunda frá Bretlandi og Þýskalandi, en mest
mun vera til af ritum frá þeim löndum. einnig eru þó notaðar bækur frá
Norðurlöndum, „sérstaklega ef þær urðu kunnar utan Norðurlanda“ (bls.
4). Ég staldra hér við hugtakið „Norðurlönd“. Það er ekki um önnur ríki að
ræða en dansk-norska ríkið (sem Ísland og Grænland tilheyrðu) og sænska
ríkið, að minnsta kosti stóran hluta tímabilsins eftir 1500 og fram á 19. öld.
og það má færa rök fyrir því að rit Dana eða rit ferðalanga eða vísinda-
manna á vegum Danakonungs væri gagnlegt að skoða aðskilin frá þeim
sem koma beinlínis „að utan“, ekki síst vegna þeirrar tengingar sem er við
orðræðu nýlenduhyggjunnar í rannsókninni. eða með öðrum orðum að
athuga hvað það gæti haft að segja að ritin hafi orðið til innan konungsríkis -
ins og að frumkvæði konungs eða yfirvalda, andstætt því sem raunin var
með rit fjarlægari höfunda. Spurning er t.d. hvernig eigi að skilgreina
Svíann Uno von Troil, en hann var þátttakandi í breskum leiðangri. Það er
því um fáa aðra ferðalanga frá „Norðurlöndum“ að ræða en þá sem á ein-
hvern hátt tengjast danska konunginum á tímabilinu eftir 1500. Þetta gæti
skipt máli vegna þeirra tengsla sem eru á milli sjálfsmynda og ytri ímynda,
og það hvernig beri að líta á beina fulltrúa konungs af dönsku, norsku og
íslensku bergi brotna í samhengi við hina bresku og þýsku — eða evrópsku
— sýn.
Sérstaklega gæti þetta skipt máli þegar kemur að síðustu tveimur öld-
unum sem fjallað er um. Þá eykst og flækist heimildagrunnurinn nokkuð,
þó skilgreiningu hans hafi ekki verið breytt í rannsókninni. Þá eru yfirvöld
— konungar Íslands og Grænlands — sjálfir farnir að hafa meiri áhuga en
áður á þessum eyjum í Atlantshafinu og beina sjónum sínum að auðlindum
þeirra, bæði náttúruauðlindunum og fólkinu sem á eyjunum býr. Mann -
fjöldi á þessum árum var álitinn uppspretta auðæfa og afar mikilvægur og
yfirvöld í Danmörku höfðu þegar á fyrri hluta 18. aldar verið farin að safna
upplýsingum um þessar eyjar á eigin vegum. Á 17. og 18. öld fóru síðan að
verða breytingar á ímyndum Íslands og Grænlands, eins og doktorsefni
sýnir vel fram á, m.a. fyrir áhrif frá þjóðernishyggju, nýlenduhyggju og
kynþáttahyggju. ef til vill hefði því verið gagn að því að skoða sérstaklega
ímyndir „nýlenduherranna“ sjálfra, þ.e. þeirra leiðangra sem upprunnir
voru í konungsríkinu, aðgreindra frá öðrum ferðalöngum. við þetta vakna
spurningar um frekari umfjöllun um val heimildaefnisins út frá þessum
andmæli 153