Saga - 2015, Side 164
Höfundur greinir frá því hvernig sýn á landslag og náttúru breytist á
ofanverðri 18. öld. Það sem áður hafði verið talið ljótt og hryllilegt varð róm-
antískt, stórkostlegt og ægifagurt. en náttúra þessara landa varð einnig eftir -
sóknarverð vegna mikilvægis hennar fyrir vísindin. Höfundurinn sýnir
fram á hvernig áhugi á Íslandi sem eins konar tilraunastofu fyrir jarðvísindi
stórjókst eftir hamfarirnar í Laka á níunda áratug 18. aldar (m.a. bls. 44–45)
og hversu ákaflega breytt afstaðan til íslenskrar náttúru var orðin um miðja
19. öld. Sú breytta ímynd birtist t.d. skýrt í mynd danska listmálarans
emanu els Larsen, sem sýnir eldgos í Heklu sem huggulegt sjónarspil fyrir
ferðamenn. Íslensk náttúra birtist þar sem tamin og hættulaus líkt og í
Danmörku (bls. 49–50).
viðreisnarbókmenntir og viðreisnarverkefni 18. aldar koma mjög við
sögu í þessu samhengi. Þar birtist sú afstaða að þrátt fyrir allt líkist þessi
lönd öðrum evrópulöndum og fólkið geri það líka; því megi bæta aðstæður
í löndunum og gera þær líkari því sem þær eru annars staðar innan danska
ríkisins, t.d. í Noregi. oslund nefnir ýmis dæmi þessu til stuðnings, m.a.
flutning hreindýra til Íslands sem lið í endurreisn landsins (m.a. bls. 24, 65
og 69).
Höfundur fjallar um hlutverk tungumálsins þegar unnið var að því að
færa þessar þjóðir til nútímans; tungumálið var einn þeirra þátta sem voru
notaðir þegar þjóðir evrópu voru „búnar til“. Þannig ræðir oslund t.d. ítar-
lega um tilurð færeysku sem sérstaks tungumáls og sem eina af forsendum
þess að Færeyingar gátu orðið sérstök þjóð. Hún skýrir út hvernig tungu-
málin voru flokkuð í kerfi og bendir á mikilvægi tungumálsins, sögunnar
og hefða í nútímavæðingu þessara þjóða.
Þannig voru þessar þjóðir svo að segja kvaddar til nútímans, urðu eins
og mannfræðingurinn Talal Asad hefur orðað það „conscript of modernity“.
orðræðan um nútímavæðingu, þjóðerni og tungumál skapar þessi svæði
sem sérstök lönd og þjóðir og á þátt í að Ísland, Færeyjar og Grænland
þróast í þá átt að verða í hugum evrópubúa „venjuleg“ lönd, svipuð öðrum
löndum í evrópu.
en eins og karen oslund bendir á voru hugmyndir um hið gagnstæða
yfirleitt skammt undan, m.a. sú tilhneiging að berjast gegn táknum nútím ans,
tækni og hraða, líkt og enska skáldið og hönnuðurinn William Morris varð
þekktur fyrir (t.d. bls. 151). Hún tengdist m.a. rómantískum viðhorfum sem
vildu viðhalda hugmyndum um norðrið og eyjarnar í Norður-Atlantshafi
sem exótíska staði (m.a. bls. 80–81). Þá mátti einnig greina hugmyndir sem
gerðu ráð fyrir því að greina bæri Ísland og önnur lönd langt í norðri sem
hluta af öðrum heimshluta frekar en hinum nútímalegu löndum evrópu.
Aðstæður þar líktust fremur þeim sem finna mátti í löndum Afríku, sbr.
lýsingar breska landkönnuðarins Richards Burton frá áttunda áratug 19. aldar.
Í þessum hugmyndum, líkt og oslund bendir á, opinberaðist sú afstaða að
eyjarnar í norðri gætu aldrei orðið venjuleg og nútímaleg samfélög.
ritdómar162