Saga


Saga - 2015, Page 168

Saga - 2015, Page 168
Þorleifur Friðriksson gerir á margan hátt ágætlega grein fyrir þessari þróun í fyrri bók sinni en segir þar þó meðal annars að á „liðnum aldarfjórð- ungi hafa rannsóknir á sögu verkalýðshreyfingarinnar eflst mjög í nálægum löndum og einnig hér á landi“ (bls. 13). Ég get þó ekki tekið undir þessi orð hans því minn skilningur er hinn gagnstæði og ég fæ ekki betur séð en að Þorleifur stað festi það í umfjöllun sinni um stöðu rannsókna á þessu sviði hér á landi. Það sem mér finnst áhugaverðast við þessa merkilegu rannsókn Þorleifs er einmitt hvernig honum hefur tekist að breyta áherslum sagnarit- unar um félagsskap verkalýðsins frá frekar hefðbundinni pólitískri baráttu- sögu þeirra sem stóðu í fylkingarbrjósi félaga verkamanna yfir í meiri hvers- dagssögu; sögu sem fléttar gleði og sorgir alþýðufólks saman við þróun félagsskap arins sem það myndaði. Þorleifur tileinkar sér nefnilega greini - lega áherslur menningarsögunnar nýju og áhrif hennar sjást víða í þessu yfirgripsmikla verki hans. Hvaða fæðu áttu verkamenn kost á að neyta? Hvernig var búið að verkafólki á 20. öld; híbýli, klæðnaður og kjör auk sjálfshjálpar. Hvernig bar fólk sig að sem varð fyrir slysum eða veiktist fyrir daga trygginga og velferðarkerfis? Hver efnisflokkur af þessu tagi á sér áhugaverða sögu sem auðvelt er að horfa framhjá ef áherslurnar eru aðrar en þær sem Þorleifur hefur kosið að tileinka sér. og honum tekst að reifa sögu fjölmargra þátta sem gefa frásögninni aukna dýpt; skýrir þætti sem tengjst hversdagslegri upplifun fólks af daglegu lífi. Hér hygg ég að menn- ingarsagan nýja hafi vísað veginn og Þorleifi hafi með bókum sínum tekist að vinna rannsókn sem muni hafa mikil áhrif á það hvernig saga félagasam- taka verður unnin í framtíðinni. Þetta er verk sem mun hafa áhrif á framtíð þessa fræðasviðs. Það merkilega við rannsókn Þorleifs er að hún sjálf teygir sig yfir mjög langt tímabil, eins og höfundur rekur í upphafi fyrri bókarinnar. Hún hefur því orðið til á mjög miklu mótunarskeiði í sögu sagnfræðinnar. Þorleifur, sem er menntaður í Svíþjóð og lauk þaðan doktorsprófi árið 1990, hóf að vinna að sögu Dagsbrúnar árið 1984 og lauk því formlega tíu árum síðar. verkið kom hins vegar ekki út þá, heldur virðist sem Þorleifur hafi unnið í því áfram og það „tekið miklum breytingum“ allt til útgáfudags fyrri bókarinnar þrettán árum síðar. Þessi vinnsluhraði hefur þegar upp var staðið skilað gríðarlega sterkri rannsókn sem óhætt er að mæla með fyrir allt áhugafólk um söguleg efni á 20. öld. vinna við verkið fór fram á miklum umbrotatímum innan hug- vísinda. Þetta er tími póstmódernismans í sagn fræði, þegar heimilda rýni og viðhorf til hvers konar texta tók miklum breytingum; sífellt fleiri fræðimenn nálguðust fræði sín út frá öðrum gildum en áður hafði verið gert, þegar „stór- sagan“ réð ríkjum. Tilraunir voru gerðar til að brjótast út úr hinni opinberu sögu með því bæði að taka fyrir viðfangs efni sem lítið hafði verið sinnt áður og gaumgæfa sjónarhorn almennings út frá forsendum hans sjálfs. Þessara áhrifa gætir í umfjöllun Þorleifs með ýmsum hætti og gerir verkið á margan hátt afar óvenjulegt meðal íslenskra sagnfræðirannsókna. ritdómar166
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.