Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 179

Saga - 2015, Blaðsíða 179
ára gamla án vitundar föðurins. við tók áralangt samband hennar við íslenskan mann, Þórð Albertsson, sem einkum starfaði við fiskútflutning á vegum SÍF erlendis, og saman bjuggu þau í nokkrum löndum evrópu og Bandaríkjunum. Líferni Stellu og Þórðar var skrautlegt og einkenndist af glamúr og skemmtanahaldi. Þau höfðu lítinn tíma fyrir barnauppeldi enda fór það svo að kanda var oft og iðulega í umsjá fóstra eða komið fyrir hjá vinum og ættmennum og jafnvel vandalausum um lengri eða skemmri tíma. Um raunverulega föðurfjölskyldu sína vissi kanda ekkert því móðir hennar hélt því lengi leyndu fyrir henni eins og öðrum óþægilegum fjöl- skylduleyndarmálum, t.d. örlögum ömmu hennar og nöfnu, katrínar Thorsteinsson. Saga köndu er frásögn af barni alkóhólista sem elst upp við ótrúlega ónærgætni og afskiptaleysi fullorðna fólksins. kanda vissi í raun aldrei hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. Fyrirvaralaust var hún hrifin úr aðstæðum án nokkurra skýringa og einsemd hennar var átakanleg. Með móður sinni þvældist hún á milli heima allsnægta og örbirgðar og hvert sem þær fóru var kanda ávallt „gestur og útlendingur“, líka á Íslandi. komin á fullorðinsár fann kanda að Ísland væri hennar heimaland og þar festi hún loks rætur. kostir þessarar ævisögu eru tvímælalaust þeir hvað hún er skemmtileg aflestrar, stundum fyndin eða spennandi, en einnig harmræn. Frásögnin er skýr en jafnframt glettin og kærleiksrík og fjölmargar fjölskyldusagnir skreyta textann. Þessi saga er ein af þeim sem lifa í huga lesandans eftir að lestri lýkur. Hún á ekki aðeins erindi við konur heldur snertir hún á ýmsum málefnum samtímans, t.d. veruleika barna sem eiga foreldra með fíkniefna- vanda og afskiptaleysi fullorðinna gagnvart börnum í vanda. Þegar tekist er á við ritun ævisögu er mikilvægt að höfundur geri sér ljóst að slík vegferð byggist á rannsóknarvinnu sem krefst þess að hann velti vandlega fyrir sér hvaða erindi verkið eigi við lesendur og hvernig efnistök- um og heimildaöflun skuli háttað; einnig hver sé afstaða hans til heimilda og tilgangur með útgáfu verksins. Höfundur ævisögunnar sem hér um ræðir er reyndur fréttamaður og rithöfundur sem hefur áður skrifað ævisögu og enn fremur nokkur rit tengd atvinnulífinu svo hér er enginn nýgræðingur á ferð í þessum efnum . Ljóst er hins vegar að flestir fræði - menn hefðu líklega unnið þetta verk með talsvert öðrum hætti en hér er gert, t.d. með því að vinna betur úr ákveðnum efnisþáttum ævisögunnar og spyrja gagnrýninna spurninga um efnið. Í því samhengi mætti nefna atriði eins og sjálfsvíg kvenna og áfengisfíkn á ofanverðri 20. öld sem hefðu tryggt ævisögunni breiðari skírskotun. Sömu sögu er að segja um heimilda vinn - una. Höfundur er bersýnilega vel lesinn í mannkynssögunni og fléttar hana inn í ævisöguna en sér þó iðulega ekki ástæðu til að vísa í heimildir hvað það varðar (sjá t.d. á bls. 33, 43, 49, 55, 64–66, 154 og 161). Þá má einnig gera ráð fyrir að fræðimaður hefði gert sér meiri mat úr þeim ritum sem þegar ritdómar 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.