Saga - 2015, Side 180
hafa verið skrifuð um það fólk sem kemur við sögu í bókinni. Sú athöfn að
skrifa texta felur í raun alltaf í sér samtal við aðra texta og þetta samtal varp-
ar oft frekara ljósi á söguna. Auk þess hefði að ósekju mátt vísa í ítarlegt
viðtal við köndu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins frá 2007.
Í upphafi var minnst á náið samband höfundar við aðalpersónu ævisög-
unnar. Greinilegt er að texti ævisögunnar er borinn uppi af frásögn köndu,
sem mótast af minningum hennar en einnig fjölskyldusögum án þess að
vísað sé til þess með beinum hætti. Lesandi er þó minntur á þetta stöku
sinnum þegar álit köndu á umræddu efni er áréttað, en öðru hverju er
auðsætt að heimildirnar eru fengnar úr annarri átt og þá kemur stundum
fyrir að tilvísun vantar (sjá t.d. bls. 55, 96, 337 og 343). Þótt rúmlega 200 til-
vísanir séu í bókinni er stundum óljóst hvaða heimildir er verið að nota
hverju sinni (sjá t.d. bls. 39, 45, 62–63, 77, 94–95, 107, 111, 129 og 138–139).
vandinn við að færa líf fólks í letur er margþættur, ekki síst þegar
ákveða þarf hvaða upplýsingar þurfi að vera með og hverju megi sleppa.
Hér hefði farið betur ef höfundur hefði farið markvisst yfir söguna með það
í huga því nokkuð af frásögnunum í bókinni hefði mátt missa sig. oft eru
þær meinlausar og skipta litlu máli (sjá t.d. bls. 91, 194 og 235) en stundum
eru þær dálítið ónærgætnar (sjá t.d. bls. 122–123, 146, 207, 337 og 347). Þá er
töluvert um skáletraðar sviðsetningar á atburðum sögunnar sem hafa ekki
augljósan tilgang og hefði í sumum tilfellum mátt sleppa. Í þessu samhengi
má nefna að sviðsetningar er líka að finna í textanum sem er ekki skáletr að -
ur og þar skapast ósamræmi (sjá t.d. bls. 26 og 30). Á köflum minnir frá-
sögnin ennfremur á Íslendingasögur því kynntur er til sögunnar fjöldi fólks
og ætterni þess rakið þótt það varði framgang sögunnar harla lítið. Af þess-
um sökum hefði farið betur á því að stytta bókina og gera hana hnitmiðaðri.
eftir því sem frásögnin færist nær samtímanum er eins og söguefnið
fletjist út en slíkt er ekki óalgengt í ævisögum þar sem aðalpersónan er á lífi.
Þetta er sérstaklega áberandi eftir andlát Stellu en þá er farið hratt yfir sögu.
Textinn verður þá eins og upptalning. Undir lokin er t.a.m. sagt frá skilnaði
köndu og eiginmanns hennar fyrirvaralaust, eins og í framhjáhlaupi, og
skilur það lesandann eftir með spurningar (bls. 370). en þrátt fyrir nokkra
hnökra á textanum er augljóst að ævisaga katrínar Stellu Briem og fjöl -
skyldu er mikilvægt framlag og kærkomin viðbót við sögu íslenskra kvenna.
Ingibjörg Sigurðardóttir
ritdómar178