Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 186

Saga - 2015, Blaðsíða 186
dæmið um það. Þó svo að húsin séu sum hver dæmi um framúrskarandi byggingarlist skiptir samhengi þeirra miklu máli, og myndir af stórhýsum við Tjörnina og stjórnarráðinu í Bakarabrekkunni staðfesta að nauðsynlegt er að stíga varlega til jarðar þegar kemur að þéttingu byggðar og gæta þess að þau mannvirki sem eiga eftir að rísa kaffæri ekki byggðina sem fyrir er. Borgin er samtal í tíma og rúmi þar sem byggingar einnar kynslóðar þurfa að geta staðið í sátt og samlyndi við það sem fyrir er og síðari kynslóðir kjósa að reisa. Inngangur bókarinnar er nokkuð almennur en þar er sagt frá skipulagi borgarinnar og því hversu tilviljanakennd útkoman hefur oft og tíðum orðið. Inngangurinn hefði að ósekju mátt vera ítarlegri og þar hefði mátt gera mun betur grein fyrir verklagi við vinnslu ritsins, sérstaklega mynd- anna. Meginmál er læsilegt og lipurlega skrifað. Tilvísanir eru notaðar — nema við langar beinar tilvitnanir en þar er heimildar getið við textabrot en annars er tilvísanaskrá aftast. Athygli vekur hversu fáar heimildir eru nýttar í hverjum kafla fyrir sig, eftir því sem fram kemur í tilvísanaskrá, eða á bilinu 8–26 í köflum sem eru á bilinu 4–12 textasíður. Það gerir um það bil tvær tilvísanir á síðu, sem er í sjálfu sér enginn mælikvarði á gæði heimilda- vinnunnar. Þetta vakti undirritaða hins vegar til umhugsunar um nálgun höfunda að heimildum og hvernig staðið var að því að velja hvar skyldi vísa til heimilda og hvar ekki. Gjarnan hefði mátt vísa til heimilda víðar því heilu málsgreinarnar eru oft án tilvísunar (bls. 99). Þar sem letur meginmáls er stórt og tilvísananúmer smá hefðu nokkur númer til viðbótar ekki truflað þá lesendur sem ekki hafa áhuga á slíku en hjálpað hinum sem leggja áherslu á að geta séð hvaðan höfundur hefur upplýsingar sínar. Fleiri heim- ilda hefði t.d. mátt geta á síðu 134, svo lesandinn geti séð hvar ráðhústillög- unni var líkt við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Heimildirnar sjálfar eru af ýmsu tagi, greinar úr dagblöðum og tímaritum, yfirlitsrit og lítið eitt af óprentuðum heimildum. einna mikilvægastar hafa þó teikningar og skipulagsuppdrættir líkast til verið og hefði mátt gera betri grein fyrir hvernig höfundar nýttu þær heimildir, enda er það í þeirri nálgun sem frumleiki rannsóknarinnar felst. ekki er hægt að segja að rödd höfundanna sé nálæg í textanum og lítið fer fyrir eiginlegri heimildarýni eða vangaveltum um gildi heimildanna í meginmálinu. Þær hefðu þó verið eðlilegar, sérstaklega þar sem oft er um frekar óhefðbundnar heimildir að ræða, eins og skipulagsuppdrætti og teikningar þar sem reynir á hæfni höfundar til að miðla teikningu með rituðu máli eða með myndvinnslu. Þegar fjallað er um tillögu Rögnvaldar Ólafssonar að háskólabyggingu, sem amerískir auðmenn voru jafnvel til- búnir að styrkja, verður höfundur nálægur og segir: „engu að síður er gam- an að ímynda sér hvernig íslensku burstirnar hafa fallið amerískum auðjöfr- um í geð í byrjum 20. aldar og velta má fyrir sér hvar þessi uppdráttur sé nú ritdómar184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.