Saga - 2017, Blaðsíða 27
„samstöðuglæpi“, þ.e. aðgerðir sem miða að því að aðstoða flótta -
fólk á svæðinu með matar- og fatagjöfum, heilbrigðisþjónustu o.fl.21
Hér á Íslandi er ástandið annað og hælisleitendur voru mjög fáir
framan af. Þannig sóttu aðeins 13 einstaklingar um hæli á Íslandi á
árunum 1984–1989. Niðurstaðan var þeim yfirleitt í óhag þótt stund-
um fengju þeir landvistarleyfi af mannúðarástæðum.22 Með tilkomu
Dyflinnarreglugerðarinnar var komin frekari forsenda fyrir synjun-
um en hún kveður á um að hælisumsókn flóttamanns skuli tekin til
meðferðar í fyrsta landinu sem hann kemur til, en vegna landfræði -
legrar legu er Ísland sárasjaldan þetta fyrsta land.23 Stór hluti hæl-
isumsókna er því aldrei tekinn til efnislegrar meðferðar á Íslandi
heldur eru flóttamenn sendir aftur til landsins þar sem þeir stigu
fyrst á evrópska grund, sem er yfirleitt Ítalía eða Grikkland.
Á undanförnum árum hefur hælisumsóknum fjölgað mikið, úr
35 árið 2009 í 354 árið 2015, en síðan þrefaldaðist fjöldinn milli ára
og voru þær 1132 árið 2016.24 yfirvöld hafa lengi reynt af fremsta
megni að einangra hælisleitendur frá sínu nánasta umhverfi, fyrst á
gistiheimilinu Fitjum í Reykjanesbæ og síðan í Arnarholti á kjalar -
nesi, og koma í veg fyrir samneyti þeirra við heimafólk þar til að
þeir fá skorið úr sínum málum. Margir eru sendir aftur úr landi. Nú,
þegar hælisleitendurnir eru orðnir svo margir að ekki er hægt að
hýsa þá flesta á sama stað, hefur Útlendingastofnun tekið þá ákvörð -
un að banna þeim að veita fjölmiðlum viðtöl á heimilum sínum eða
taka á móti sjálfboðaliðum hinna ýmsu félagasamtaka sem veita
aðstoð við hælisumsóknir og annars konar hjálp. Stofnunin segir til-
álitamál — sagan og samtíminn 25
21 Vef. Jón Bjarki Magnússon, „Frakkar taka á samstöðuglæpum: Nú er bannað
að gefa flóttafólki að borða“, Stundin 10. mars 2017, http://stund.in/FrA, sótt
10. mars 2017.
22 Ragnheiður Þorsteinsdóttir, „Flóttamenn og réttarstaða þeirra á Íslandi“,
Úlfljótur 45:4 (1992), bls. 315–337, einkum bls. 330.
23 Sambærilegt óformlegt samkomulag um „fyrsta griðland“ hafði reyndar ríkt
um nokkurra ára skeið áður en Dyflinnarsamningurinn var gerður og voru
flóttamenn sendir frá Íslandi á grundvelli þess. En með Dyflinnarsamningnum
var þessi regla fest í alþjóðasamning og ákveðið kerfi búið til í kringum hana.
Sjá: Ragnheiður Þorsteinsdóttir, „Flóttamenn og réttarstaða þeirra á Íslandi“,
bls. 319.
24 Vef. Tölfræði hælismála 2016, Hagstofa Íslands, https://www.utl.is/files/
Tlfri_hlismla_2016.pdf, sótt 12. mars 2017; Vef. „82 fengu hæli á Íslandi í fyrra“,
Morgunblaðið 18. jan. 2016, http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/18/
82_fengu_haeli_a_islandi_i_fyrra_2/, sótt 12. mars 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 25