Saga - 2017, Blaðsíða 103
sem gamalmenni á Grund.91 Samkvæmt þessu hefur Auðbjörg aldrei
fengið kosningarétt.
Athygli vekur að ekki höfðu öll „gamalmenni“ náð sjötugsaldri.
Dæmi um það er María Gunnlaugsdóttir sem í kjörskrá var skráð 56
ára ekkja, eða „ek“, en í athugsemd var skrifað með blýanti „þurfal.“.
Í Skýrslu um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1916 var ástandi Maríu
svo lýst: „gamalmenni, heilsulaus, nærri sjónlaus.“92 Svipaða lýs -
ingu fær Helgi Runólfsson sem í kjörskrá er skráður bóndi, klappar -
stíg 15, 50 ára, „SV“. Í ofangreindri skýrslu er hann hins vegar
skráð ur „gamalmenni, heilsulaus“ og fór styrkveitingin upp í legu-
kostnað á Landakotsspítala.93
Þá blasir við að andleg og líkamleg veikindi voru fátæktargildra
og þar með ávísun á skert borgararéttindi. Árin 1910 og 1911 voru
„geðveikir menn á kleppi“ listaðir fremst í Skýrslum um þurfamenn
og fátækraframfæri í Reykjavík, eins og þær hétu þá, en það voru níu
einstaklingar, sjö karlar og tvær konur. Öll fengu þau sama styrk og
rann hann beint til kleppsspítala, upp í sjúkrahúsvist þeirra.94 Í
skýrslum frá 1916 voru „geðveikir menn á kleppi“ ekki lengur
teknir sérstaklega út heldur listaðir ásamt öðrum sem hlutu fátækra-
framfæri. Staða þeirra kemur aftur á móti fram í skýringum sem
skráðar eru nákvæmlega fyrir hvern og einn. Í kjörskránni frá 1916
var t.d. skráður Erlendur Pétursson sjómaður, 38 ára, en í athuga-
semd var búið að skrifa „SV“. Þegar flett var í Skýrslu um fátækra-
framfæri í Reykjavík árið 1917 er skráð „kleppi, geðveikur“ og hlaut
hann sveitarstyrk.95 Hér er rétt að geta þess að allt til ársins 1984
þýddi lögræðissvipting eða flekkað mannorð að fólk missti kosn-
ingarétt sinn,96 en í núgildandi lögum um lögræðissviptingar segir
að heimilt sé að svipta mann tímabundið lögræði „vegna andlegs
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 101
91 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1924 (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja
h.f. 1925), bls. 4 og Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1925 (Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1926), bls. 3.
92 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1916, bls. 13.
93 Sama heimild, bls. 9.
94 Skýrsla um þurfamenn og fátækraframfæri í Reykjavík árið 1910 ([án útgáfustaðar,
án ártals]), bls. 1 og Skýrsla um þurfamenn og fátækraframfæri í Reykjavík árið 1911
([án útgáfustaðar, án ártals]),bls. 1.
95 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1917, bls. 5.
96 Vef. „kosningaréttur fyrir alla“. 100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi. Sótt
2. mars 2017: http://kosningarettur100ara.is/kosningarettur-fyrir-alla/
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 101