Saga - 2017, Blaðsíða 109
sögn af því að eftir að Stjáni fór í sína feigðarför skimaði Guðrún „út
á austurrönd sjóndeildarhringsins, beið og íhugaði örlög sín. Það
var nánast ekkert til í Holti og aðalfyrirvinna fallin frá.“117 Í fram-
haldinu kemur svo stutt setning þar sem fram kemur að Guðrún
hafi þurft að segja sig á hreppinn og hafi þar með misst rétt sinn til
að kjósa. Einföld og látlaus staðhæfing sem þó felur í sér stóra og
harmræna sögu. Þegar Irma fór að rýna betur í sögu þessarar lang-
ömmu sinnar komst hún að því að hún hafði fengið kosningaréttinn
1916 og haft hann í um fimm ár áður en hún missti hann aftur árið
1921, þá 45 ára. „Hún missti sem sagt borgararétt sinn samfara því
að missa seinni mann sinn.“118
Aðra átakanlega frásögn af því hvernig fátækt og hörð lífskjör
skertu mannréttindi er að finna í endurminningum Jóhönnu Egils -
dóttur, Níutíu og níu ár. Þess má geta að Jóhanna var amma Jóhönnu
Sigurðardóttur, sem enn er eina konan sem gegnt hefur embætti for-
sætisráðherra á Íslandi þrátt fyrir þá staðreynd að íslenskar konur
hafa nú haft kosningarétt og kjörgengi í rúma öld. Í endurminning-
um sínum bendir Jóhanna Egilsdóttir á að erfiðust hafi lífsbaráttan
verið hjá barnmörgum ekkjum. Hún segir sérstaklega frá einni sem
átti fjögur ung börn og stundaði þvotta. „Þessi kona var oft sjúk af
þreytu; með verki í útlimum, vöðvabólgu, sinaskeiðabólgu í annarri
hendi … En hún barðist, já, hún barðist svo hetjulegri baráttu, að
fátítt er, þótt margar ekkjur ættu líka ævi.“ Jóhanna skrifar:
Eitt sinn hafði þessi dugmikla verkakona neyðzt til að þiggja hjálp af
bænum um skamman tíma. Litlu seinna voru kosningar, og þegar hún
ætlaði að kjósa, var henni vísað frá.
Hún kom til mín og sagði mér frá þessu. Hún var miður sín af heift
— enda mikil skapkona. Þá skildi ég, hvað það var, sem ég hafði lesið
um í Íslendingasögum, að hagl hefði hrotið af auga.
Það var ekki tár, sem hrundi af auga hennar.
Það var hagl.119
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 107
117 Sævar Tjörvason, „Stjáni blái“, Lesbók Morgunblaðsins, 25. október 1997, hér
vísað í Irma Erlingsdóttir, „Inngangur. Sagan sem aldrei var sögð“, Fléttur IV.
Margar myndir ömmu. Konur og mótun íslensks samfélags á 20. öld. Ritstj. Irma
Erlingsdóttir, Ragnheiður kristjánsdóttir, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sól -
veig Anna Bóasdóttir (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2016), bls. 11–26, einkum
bls. 25.
118 Irma Erlingsdóttir, „Inngangur. Sagan sem aldrei var sögð“, bls. 25.
119 Gylfi Gröndal, Níutíu og níu ár. Jóhanna Egilsdóttir segir frá, bls. 75–76.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 107