Saga - 2017, Blaðsíða 105
tryggingar árið 1925.102 Það var því engin tilviljun að skömmu áður
en íslenskar konur öðluðust kosningarétt til Alþingis var fyrsta verka-
kvennafélagið á Íslandi stofnað, Verkakvennafélagið Fram sókn.
Frumkvæði að stofnun félagsins átti Jónína Jónatans dóttir en í samtali
við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur hóf hún máls á því að nauð synlegt væri
að „gera eitthvað fyrir verkakonurnar … fiskverkunarstúlkurnar og
allar, sem verða að þræla daginn út og daginn inn fyrir svo að segja
engu kaupi.“103 Sigríður Th. Erlendsdóttir sagn fræðingur vekur
athygli á því að erlendis hafi það ekki tíðkast að kvenréttindakonur
og verkakonur ynnu saman að framgangi hagsmunamála sinna. Á
Íslandi varð raunin hins vegar önnur; þrjár af fimm stjórnarkonum í
Verka kvennafélaginu Framsókn voru einnig í stjórn kvenréttinda -
félagsins. Sigríður bendir jafnframt á að Bríet mun hafa orðið fyrst til
að orða hina lífseigu kröfu um sömu laun fyrir sömu vinnu.104
Þegar hjón lentu í fátæktarbasli og þurftu að sækja um sveitar-
styrk virðist það oftast hafa verið eiginmaðurinn sem sótti um
styrkinn. Réttindamissirinn yfirfærðist einnig á eiginkonuna þótt
hún sækti ekki um í eigin nafni.105 Í kjörskrá Reykjavíkur vegna
alþingis kosninga 21. október 1916 voru að minnsta kosti þrjú til -
felli þar sem skrifað var í athugasemdum „þurfalings kona“ og
vísað til núm ers eiginmanns í Skýrslu um fátækraframfæri í Reykjavík
árið 1916 þótt konan sjálf væri þar ekki á skrá. Almennt voru því
meiri líkur á að finna konur sem í kjörskrá voru skráðar ekkjur en
þær sem voru skráðar húsfreyjur eða hfr. í skýrslum um fátækra-
framfæri.
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 103
102 Guðmundur Jónsson, „Hvers kyns velferðarkerfi? Ísland í spegli hinna kven-
vænu velferðarkerfa á Norðurlöndunum“, Fléttur II. Kynjafræði — kortlagn-
ingar. Ritstj. Irma Erlingsdóttir (Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvenna- og
kynja fræðum 2004), bls. 191–214, einkum bls. 204.
103 Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 118.
104 Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 118–119, sjá einnig Gylfi
Gröndal, Níutíu og níu ár. Jóhanna Egilsdóttir segir frá (Reykjavík: Setberg 1980),
bls. 69–70.
105 Um þetta fjallar Finnur Jónasson í MA-ritgerð sinni í sagnfræði, „Umkomu -
leysi öreiganna“, bls. 8. Hann segir: „Það er einkennandi á skrám þurfa manna
að giftar konur voru sárasjaldan taldar styrkþegar, einungis einhleypar konur,
einstæðar mæður og ekkjur. Heimilisfeður voru, að öllu jöfnu, taldir
styrkþegar lánanna þó svo að augljóst sé af skrám þeirra að konur þeirra sæju
um öll samskipti við Fátækranefnd.“
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 103