Saga - 2017, Blaðsíða 55
um vildi Fuhrmann átta sig á fjölda þeirra einstaklinga sem ætl -
uðu til Græn lands svo hægt væri að áætla vistir og kostnað vegna
þeirra.
Jóhann Gottorp, sýslumaður í Snæfellsnessýslu, fékk bréf Fuhr -
manns frá 23. júlí ekki fyrr en í ágúst að eigin sögn. Ljóst er að þeim
sýslumönnum sem bjuggu langt frá amtmanni var erfitt um vik að
bregðast við boðum hans, t.d. Jóhanni Gottorp sem bjó á Arnar -
stapa, utarlega á Snæfellsnesi. Það tók 8−9 daga að senda bréf frá
Arnarstapa til Bessastaða þar sem Fuhrmann bjó. Gottorp var eini
sýslumaðurinn sem taldi sig í fyrstu ekki geta orðið við óskum amt-
manns og alls ekki á svo skömmum tíma.34 Á tveimur mánuðum
gengu átta bréf á milli Gottorps og Fuhrmanns þrátt fyrir að ein
bréfasending tæki meira en viku. Fuhrmann hafði enga þolinmæði
til að bíða eftir svörum undirmanns síns og má segja að þessi bréfa-
skipti varpi nokkuð góðu ljósi á samskipti æðstu ráðamanna hér-
lendis á þessum tíma.
Gottorp hélt héraðsþing á Ingjaldshóli þann 8. ágúst en á Staðar -
bakka í Helgafellssveit þann 10. ágúst. Það er því ekki hægt að segja
að Gottorp bregðist seint við miðað við að hann fékk boðin frá
Fuhrmann í ágúst. Gottorp sendi þessi þingsvitni ásamt bréfi þann
15. ágúst til Niels Fuhrmanns.35 Á sama tíma var Fuhrmann orðinn
óþreyjufullur eftir svörum frá Snæfellsnesi og sendi sýslumanni bréf
þann 16. og 23. ágúst og krafði hann um skil á málinu.36 Þann 24.
ágúst sendi Fuhrmann enn eitt bréfið til Gottorp og þá er ljóst að
hann var nýbúinn að fá bréf hans í hendur.37 Gottorp svaraði bréfi
Fuhrmanns frá 16. ágúst þann 29., með skrá yfir fjölskyldur sem
vildu flytja til Grænlands frá Snæfellsnesi.38 Það er síðan ekki fyrr
en í september sem Gottorp fær bréf Fuhrmanns frá 23. og 24. ágúst
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 53
kunnátta var ekki tilgreind hjá þeim síðasta en hann var röskur til vinnu.
Einungis einn á listanum var búandi á eigin jörð en hinir voru leiguliðar á
minni jörðum. Þetta er lítið þýði en kemur nokkuð heim og saman við hlutfall
læsra karlmanna í Skálholtsstifti á sama tímabili, sem var 65,9,%, sjá Loftur
Guttormsson, „Læsi“, Íslensk þjóðmenning VI (Reykjavík: Þjóðsaga 1989), bls.
117–144, 129.
34 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 15.8.1729.
35 Sama heimild.
36 ÞÍ. Amt. I. 5. bd. — Bréfabækur amtmanna 1718–1769, bls. 255–256 og 263–264;
ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 23.8.1729.
37 ÞÍ. Amt. I. 5. bd. — Bréfabækur amtmanna 1718–1769, bls. 266–267.
38 ÞÍ. Amt. II. 88 — Skjöl um Grænlandsferðir 1729–1730, 29.8.1729.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 53