Saga - 2017, Blaðsíða 174
bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hitt verkefnið sem lagð -
ur var grunnur að í umræddum starfshópi var „Almennings fræðsla
á Íslandi“ en í tilefni af hundrað ára afmæli fræðslulaganna 1907 var
ákveðið að rita yfirlitssögu almenningsfræðslu á Íslandi frá 1880 til
2008. Loftur varð ritstjóri verksins og einn þriggja aðalhöfunda þess
en hinir voru Helgi Skúli kjartansson og Jón Torfi Jónas son. Loftur
ritaði stærstan hluta fyrra bindis, sem spannar merkilegt tímabil í
fræðslusögu landsins, þ.e. frá því að lög um uppfræðing barna í
skrift og reikning voru sett 1880. Lög þessi giltu til 1945 en þá voru
í sjónmáli ný lög um fræðslukerfi sem tóku gildi 1946. Nákvæm
frumheimildavinna og skarpskyggni Lofts er aðalsmerki þessa rits
en þar sýnir hann hvernig hefðbundin heimafræðsla sveitanna hafði
áfram áhrif á viðhorf manna til fræðslumála í sveitum talsvert fram
á 20. öld. Hann sýnir líka að umbótastefnur sem áttu rætur í útlönd-
um, bæði austan hafs og vestan, náðu ströndum Ís lands á þessu
mótunarskeiði í fræðslusögu landsins. Hjá ungri kennarastétt var
fagmennska í fyrirrúmi og millistríðsárin voru tími mikillar deiglu
í skólamálum á Íslandi eins og í nágrannalöndunum. Þann umbóta-
anda nær umbótasinninn Loftur að fanga í þessu stórmerka yfirlits-
riti um sögu almenningsfræðslu á Íslandi.
Sumarið 2016 greindist Loftur með ólæknandi krabbamein og
fljótlega varð ljóst að hann ætti ekki nema fáa mánuði ólifaða. Loftur
tókst á við sjúkdóminn af æðruleysi, sem einkenndi hann alla tíð, og
vann í kappi við tímann að ýmsum rannsóknarverkefnum þar til
hann lagðist banaleguna í nóvember. Fyrir samverkafólk hans og
vini var aðdáunarvert að fylgjast með þeirri þrautseigju og eljusemi
sem hann sýndi í erfiðum veikindum. Hann vann ötullega að því að
flokka ýmis gögn, sem hann hafði safnað á rannsóknarferli sínum,
svo og bréf sem farið höfðu milli hans og íslenskra og erlendra koll-
ega. Ásamt þeim Hjalta Hugasyni og Margréti Eggertsdóttur lauk
hann við að ritstýra og skrifa inngang að ritinu um áhrif siðaskipt-
anna sem áður er nefnt. Annað verkefni, sem Loftur vann að nánast
fram á síðusta dag og var honum mjög hugleikið, var ensk þýðing
bókarinnar Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld sem fjallað hef-
ur verið um í þessari grein. Anna Agnarsdóttir, eftirmaður Lofts á
stóli forseta Sögufélags, var ritstjóri útgáfunnar og vann ötullega,
ásamt Lofti, að prófarkalestri og frágangi bókarinnar á haust-
mánuðum 2016. Því miður náði Loftur ekki að sjá þetta glæsilega rit
áður en hann féll frá. Anna sá þó til þess að hann fengi að sjá kápu
bókarinnar rétt fyrir andlátið. Hanna kristín Stefánsdóttir, eiginkona
ólöf garðarsdóttir172
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 172