Saga - 2017, Blaðsíða 229
Jörgen Jörgensen, HISTORICAL ACCOUNT OF A REVOLUTION ON
THE ISLAND OF ICELAND IN THE yEAR 1809. Edited by Óðinn
Melsteð and Anna Agnarsdóttir. Institute of History, University of
Iceland, University of Iceland Press. Reykjavík 2016. 295 bls. Nafna-,
skipa- og staðaskrár.
Fyrir hálfri öld — árið 1967 — birtist ítarlegt viðtal við Björn Þorsteinsson
sagnfræðing í Sunnudagsblaði Tímans þar sem hann hvatti til þess að sett yrði
á stofn sérstök sagnfræðistofnun „því að engri vísindagrein er eða verður
sinnt á síðari hluta tuttugustu aldar, án þess að hún eigi sér sína stofnun“
eins og Björn komst að orði (Sunnudagsblað Tímans 6. ágúst 1967, bls. 654).
Stofnunin var sett á fót árið 1971 og hóf þá útgáfu ritraðarinnar Sagnfræði -
rannsóknir — Studia historica sem var ætlað að birta prófritgerðir í sagnfræði,
sagnfræðirannsóknir og aðrar sagnfræðiritgerðir. Árið 1979 hóf stofnunin
svo útgáfu á annarri ritröð, Ritsafni Sagnfræðistofnunar, sem miðaðist einkum
við útgáfu kennslurita fyrir stúdenta og ritgerðir eftir þá.
Tuttugu árum síðar, eða 1999, hóf þriðja ritröð stofnunarinnar göngu
sína, Heimildasafn Sagnfræðistofnunar í ritstjórn Önnu Agnarsdóttur. Anna
fylgdi ritröðinni úr hlaði og tilgreindi að markmið hennar væri að „gefa út
heimildir um íslenska sögu, fyrst og fremst frumheimildir“ enda breyttust
slíkar heimildir ekki, en túlkun og úrvinnsla fræðimanna á þeim væri
breyti leg eftir fræðilegum stefnum og straumum hverju sinni (bls. ii). Anna
fjallaði jafnframt um tildrög útgáfunnar í erindi á Söguþinginu 2002, þar
sem hún benti á að fræðafélög á borð við Sögufélag og Hið íslenska bók -
mennta félag hefðu ekki lagt mikla áherslu á heimildaútgáfu síðustu árin og
því hefðu nokkrir aðilar stofnað nýjar ritraðir til að sinna þeim útgáfuflokki
(Anna Agnarsdóttir, „Heimildaútgáfur: Púkó og gamaldags?“ 2. íslenska
söguþingið 2002. Ráðstefnurit II (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Há skóla Ís -
lands, Sagnfræðingafélag Íslands, Sögufélag, 2002), bls. 116−117). Til við -
bótar við Heimildasafn Sagnfræðistofnunar tilgreindi Anna ritröðina Sýnis bók
íslenskrar alþýðumenningar (hóf útgáfu 1998), Heimildarit Söguspekinga stiftis
(hóf útgáfu 1998), rit frá Góðvinum Grunnavíkur-Jóns (hóf útgáfu 1994) og
útgáfur Árnastofnunar. Þónokkur kraftur var því á þessu sviði þegar ritröð -
in hóf göngu sína rétt fyrir aldamótin.
R I T F R E G N I R
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 227