Saga - 2017, Blaðsíða 138
Orri telur hús bændafólks hafa verið með ólíkindum lítil — eink-
um virðast baðstofur hafa verið óþægilega mjóar — svo sem ráða
má af yfirliti sem hann hefur tekið saman yfir meðalstærðir baðstofa
í Hvolhreppi. Bæjarhús stækkuðu ekki í hlutfalli við íbúafjölda en
baðstofur breikkuðu hinsvegar jafnt og þétt allt tímabilið. Lengstar
voru baðstofurnar á árunum 1831–1840, eða að meðaltali 4,4 metrar,
samtímis því sem þær voru mjóstar — aðeins 1,9 metrar að meðal -
tali — og meðalflatarmál 8,64 fermetrar. Á árunum 1911–1920 var
meðallengd 4,1 metri, meðalbreidd 2,7 metrar og meðalflatarmál
10,9 fermetrar. Með bættum efnahag voru húsakynni jafnframt gerð
vistlegri eftir því sem á leið, einkum með aukinni notkun timburs
sem bætti innri ásýnd vistarvera, auk þess sem gluggar voru glerj -
aðir í vaxandi mæli. Timbrinu fylgdi fleira gott en fögur ásýnd. Innri
klæðning huldi jarðefnin og dró úr rykmyndun. Þótt ekki kæmi
annað til en súð í lofti mátti draga úr áhrifum leka og meiri timbur -
notkun var þá efalítið ein af ástæðum þess að baðstofurnar breikk -
uðu.
Orri telur að bændafólk hafi sætt sig við þann húsakost sem það
bjó við, talið hann eðlilegan, og að íslensk sveitaalþýða hafi ekki haft
væntingar um stærra húsnæði.11 Ekki voru þá bein tengsl milli efna-
hags og nýrra hátta, en hvernig sem því var farið voru timburhús
fyrst byggð á betri bæjum þar sem góð efni voru fyrir hendi.
Í bók sinni Hvítur jökull, snauðir menn fjallar Már Jónsson um
aðstæður og fátæklegar eigur alþýðufólks í Hvítársíðu á nítjándu
öld. Uppskriftir dánarbúa, sem sýna lífskjör fólks af ýmsum stigum
og á ýmsum aldri, eru aðalviðfangsefni bókar hans, en fleira er þar
talið en lausir munir því meðal efnis eru úttekin húsakynni á sex
jörðum.
Sigmundarstaðir voru teknir út 1829. Þar voru bæjarhús talin í
sex liðum og var álag á þeim öllum, að baðstofu undanskilinni. Að
auki voru tvö bæjarhús talin sér, án númers, en sögð eiga að fylgja
jörðinni og þannig væntanlega í eigu jarðeiganda. Þau voru í góðu
standi án álags. Álag var samtals fimmtán ríkisdalir. Verst var
ástand ið á fjósinu, en mænisás var brotinn, birkiárefti var lélegt og
húsið „má[tti] heita fallið að viðum og veggjum“.12
Árið 1840 voru bæjarhús á Húsafelli tekin út. Þau voru talin í níu
liðum, þ.á m. skemma, fjárhús og heygarður. Um baðstofu segir í
gunnar sveinbjörn óskarsson136
11 Sama heimild, bls. 203–206 og 210–212.
12 Már Jónsson, Hvítur jökull, snauðir menn, bls. 302.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 136