Saga - 2017, Blaðsíða 67
holti, ekki einu sinni yfir svo miklu magni að ráða. Sama má segja
um vaðmál og fisk enda hafa sýslumenn þá ekki enn innheimt gjöld
af íbúum landsins sem voru að mestu leyti í þeim gjaldmiðli.69
Þeir sem buðu sig fram til að flytja til Grænlands vorið 1731
náðu ekki að uppfylla tilskilin viðmið um tólf fjölskyldur.70 Saman -
lagður fjöldi þeirra sem þá buðu sig fram til Grænlandsfarar var ein-
ungis tólf manneskjur. Það var bóndi ásamt eiginkonu og stúlku-
barni úr Hnappadalssýslu, ógift kona úr kjósarsýslu, fjórar fjöl-
skyldur úr Rangárvallasýslu og ókvæntur maður úr Árnessýslu.71
Henrik Ocksen tók við sem stiftamtmaður á Íslandi af Gylden -
crone árið 1730 og gegndi því embætti allt til ársins 1750 er hann
lést. Líkt og Gyldencrone kom Ocksen aldrei til Íslands.72 Á sama
tíma og Fuhrmann sendi síðustu bréf sín varðandi Grænlands -
flutningana, haustið 1730, lést Friðrik IV. Danakonungur og sonur
hans kristján VI. tók við.73 Í bréfi, sem Ocksen skrifaði til konungs,
kemur fram að stiftamtmannsembættið hafi tekið á móti öllum
gögnum málsins, frá þremenningunum sem fóru með málið á
Íslandi, og hafi átt að koma þeim áfram til Grænlandsnefndarinnar.
Ock sen átti í erfiðleikum með að koma þessum skjölum til nefndar-
innar því meðlimir hennar voru ýmist fallnir frá, fjarverandi eða
erfitt reyndist að ná til þeirra. Upplausn ríkti í Grænlandsnefndinni
því við krúnuskipti tíðkaðist að skipta út æðstu embættismönnum
ríkisins. Stiftamtmaður greip því til þess ráðs að senda nýkrýndum
konungi öll gögn málsins.74
Ráðagerðir um flutning Íslendinga til Grænlands urðu að engu.
konungur sendi skip til Grænlands vorið 1731 og sótti flesta þá nor-
rænu menn sem þar voru. Norski presturinn Hans Egede fékk þó
undanþágu til að dvelja lengur og nokkrir menn á hans vegum.75
Hans Egede yfirgaf svo Grænland árið 1736, eftir lát eiginkonu sinn-
ar, og má lesa um trúboð hans og samskipti við íbúa Grænlands í
dagbókum hans sem ná yfir árin 1721−1736. Sonur hans, Poul
Egede, varð eftir á Grænlandi og hélt áfram starfi föður síns í trú -
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 65
69 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 4.10.1730.
70 Sama heimild.
71 ÞÍ. Stiftamt. I nr. 8 — Bréfabækur stiftamtmanna 1720–1803, bls. 176–178.
72 Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannesson, Saga Íslendinga 6, bls. 140.
73 Sama heimild, bls. 143.
74 ÞÍ. Stiftamt. I nr. 8 — Bréfabækur stiftamtmanna 1720–1803, bls. 176–178.
75 Hannes Þorsteinsson, „Grænlandsþættir m. fl.“, bls. 211.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 65