Saga - 2017, Blaðsíða 199
varðar tímabilaskiptingu. Fram kom hér að ofan að hún hefst í kringum
1400, en þó rekur höfundur dæmi um læsi og bókmenningu íslenskra
kvenna jafnlangt aftur og þau finnast. Að sama skapi teygja angar rann -
sóknarinnar sig öðru hverju fram á 19. öld, án þess að það trufli lesandann.
Þungi rannsóknarinnar beinist að tímabilinu eftir siðaskipti en það er með
þessu móti sett í eðlilegt samhengi við það sem kom á undan og eftir.
Undirtitill bókarinnar, Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld,
nær ágætlega utan um þetta flæði í tímabilaskiptingu. Þess vegna kemur
það nokkuð á óvart að í inngangi verksins skuli því vera haldið fram að
dánarár Árna Magnússonar, 1730, sé síðara tímamark rannsóknarinnar og
ástæðan sé sú að söfnunarstarf hans hafi markað tímamót í handrita menn -
ingu á Íslandi, en Árni fékk mörg handritanna frá konum.
Þetta hljómaði forvitnilega, en eftir lesturinn var ég ekki sannfærð um
nauðsyn þessa ártals fyrir tímaafmörkun bókarinnar. Handritasöfnun Árna
virðist vissulega hafa haft afgerandi áhrif á handritaeign íslenskra kvenna
og hvers konar lesefni þær höfðu aðgang að, en þó ekki svo mjög að dauði
hans þurfi endilega að ramma inn rannsóknina. Enda sprengir rannsóknin
þann ramma öðru hverju utan af sér með umfjöllun um 18. öld og dæmum
frá henni, ekki síst fyrsti kafli bókarinnar, Bókin hennar Guðrúnar á Sandhólum,
sem fjallar um handrit skrifað einhvern tíma á árunum 1762−1775. kaflinn
er að öllum líkindum afrakstur doktorsrannsóknar höfundar frá 2011, um
handritasyrpur frá 18. öld, og veitir áhugaverða innsýn í hugmyndaheim og
menningu íslenskrar alþýðukonu. Að mati Guðrúnar er sá kafli, auk fjórða
og fimmta kafla um handrit í eigu íslenskra kvenna og skrifandi konur, eitt
af hryggjarstykkjum bókarinnar og þar er ég sammála. Hann líður hins
vegar fyrir kaflaröðina. Eðlilegt hefði verið að hafa hann á eftir fjórða kafla,
sem veitir almenna yfirsýn um handrit í eigu íslenskra kvenna. Sem fyrsti
kafli dettur hann úr röklegu samhengi, það er truflandi að stökkva úr ná -
kvæmri rannsókn á 18. aldar handriti yfir í almennan inngangskafla um
bókmenningu evrópskra kvenna á miðöldum. Uppröðunin veldur því
einnig að þessi mikilvægi kafli fær á sig yfirbragð áhugaverðrar viðbótar
eða ítarefnis og það er miður. Ef til vill liggja gild rök að baki þessari
ákvörðun, en það er ekki ólíklegt að uppröðunin skrifist á kröfur tíma ramm -
ans fyrir 1730 og hefur hún þá valdið bókinni beinum skaða.
Guðrún hefur skemmtilega nærveru sem fræðihöfundur; áhugi hennar
á efninu og afstaða til viðfangsefnisins skín í gegn án þess að verða nokkurn
tíma til trafala. Bókin kynnir til leiks fjölda einstaklinga frá fyrri öldum sem
ljá tímabilinu og umfjöllunarefninu persónulegan blæ, en slíkt er ekki sjálf -
sagt í fræðibók um handritamenningu. Bókin er því aldrei leiðinleg en það
verður hins vegar ekki heldur sagt að hún sé auðlesin eða framúrskarandi
aðgengileg. Sjálf er ég ekki vel að mér um 18. öldina og hefði til dæmis haft
gagn af kynningu á óútgefinni bókmenntasögu Jóns Ólafssonar frá 1738,
annars staðar en bara í neðanmálsgrein, en beinar tilvitnanir í hana birtast
ritdómar 197
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 197